Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 11:54 Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Veðurstofa Íslands Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira