Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 11:54 Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Veðurstofa Íslands Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Um þrjátíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,1 um klukkan hálf tíu í morgun. Öflugur jarðskjálfti 4,4 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og fundu nátthrafnar margir hverjir vel fyrir honum ef marka má færslur netverja á samfélagsmiðlum. Þá virðast fjölmargir hafa vaknað við skjálftann að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engar fregnir hafi þó borist af slysum á fólki eða tjóni. „Skjálftinn varð sem sagt klukkan fjórar mínútur í þrjú og hann var af stærð 4,4 og átti upptök sín um það bil átta kílómetrum vestur af Hveragerði,“ segir Einar Bessi. Hátt í þrjátíu eftirskjálftar hafa nú mælst en Einar Bessi segir að ekki sé um óeðlilega virkni að ræða. Sá stærsti hafi verið 2,1 á stærð og hann hefi verið hálf tíu í morgun. Mörg hundruð tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. „Við höfum fengið núna á milli þrjú og fjögur hundruð tilkynningar í gegnum vefinn okkar og eflaust mun fleiri sem hafa fundið fyrir honum. Þannig að þetta er töluvert,“ segir Einar Bessi og segir tilkynningarnar koma frá öllu suðvesturhorni landsins. Íbúi í Hveragerði lýsti skjálftanum þannig í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða mjög öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Einar Bessi segir að síðast hafi skjálfti af þessari stærðargráðu mælst í september síðastliðnum en þá hafi ekki eins margar tilkynningar borist og greinilegt að talsvert fleiri hafi fundið fyrir þessum. „Síðustu skjálftar sem eiga upptök sín á svipuðum stað eða á Suðurlandsbrotabeltinu eins og þessi, þeir voru í október og maí 2017.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira