Hvergerðingum brugðið vegna snarps jarðskjálfta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 20:37 Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels