Ferhyrndur hrútur með risahorn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 21:30 Ferhyrnt fé er í miklu uppáhaldi hjá frístundabónda á Hvolsvelli en slíkt fé er frekar sjaldgæft. Af fé bóndans fer hrúturinn Vafurlogi fremstur í flokki en hann er með mjög stór og stæðileg horn sem vekja mikla athygli þeirra sem sjá hann. Í fréttunum í gær sögðum við frá hundinum Spora og Kjartani Benediktssyni á Hvolsvelli. Nú er komið að því að segja frá Kjartani og ferhyrnda fénu hans en hann er með nokkrar slíkar kindur í hesthúsahverfinu á Hvolsvelli, auk þess að vera með hænur. Hrúturinn Vafurlogi er mórauður og líklega með fallegustu ferhyrndu hrútum landsins enda teygja hornin sig í allar áttir. Kindurnar hjá Kjartani elska það þegar hann kemur og gefur þeim brauð, barnabörnin Ylfa og Ýmir Jens Ívarsbörn aðstoða afa við bústörfin. „Ég hef nú átt marga fallega hyrnda og þetta fé virðist verða eldra en margt af þessu ræktaða fé. Það koma alveg drekalömb undan þessu fé.“En þú hefur gaman af hyrndu fé, Kjartan?„Þetta er náttúrulega bara til gamans gert því þetta er náttúrulega hverfandi atvinnugrein. En þetta er svona eins og bara gæludýr hjá mér."En er ekkert erfitt fyrir Vafurloga að hafa svona stór horn, t.d. þegar hann er að éta úr garðanum?„Nei, það virðist ekkert há honum. Það er aftur ef hann kemur fram, þá þarf að saga þau og svona snyrta þau. Svo hann lendi ekki í vandræðum með að éta af jörðinni.“ Vafurlogi er ekki nema veturgamall og því líklegt að hornin eigi eftir að stækka enn frekar á næstu árum.Vafurlogi vígalegur.Mynd/magnús hlynur hreiðarsson Dýr Rangárþing eystra Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ferhyrnt fé er í miklu uppáhaldi hjá frístundabónda á Hvolsvelli en slíkt fé er frekar sjaldgæft. Af fé bóndans fer hrúturinn Vafurlogi fremstur í flokki en hann er með mjög stór og stæðileg horn sem vekja mikla athygli þeirra sem sjá hann. Í fréttunum í gær sögðum við frá hundinum Spora og Kjartani Benediktssyni á Hvolsvelli. Nú er komið að því að segja frá Kjartani og ferhyrnda fénu hans en hann er með nokkrar slíkar kindur í hesthúsahverfinu á Hvolsvelli, auk þess að vera með hænur. Hrúturinn Vafurlogi er mórauður og líklega með fallegustu ferhyrndu hrútum landsins enda teygja hornin sig í allar áttir. Kindurnar hjá Kjartani elska það þegar hann kemur og gefur þeim brauð, barnabörnin Ylfa og Ýmir Jens Ívarsbörn aðstoða afa við bústörfin. „Ég hef nú átt marga fallega hyrnda og þetta fé virðist verða eldra en margt af þessu ræktaða fé. Það koma alveg drekalömb undan þessu fé.“En þú hefur gaman af hyrndu fé, Kjartan?„Þetta er náttúrulega bara til gamans gert því þetta er náttúrulega hverfandi atvinnugrein. En þetta er svona eins og bara gæludýr hjá mér."En er ekkert erfitt fyrir Vafurloga að hafa svona stór horn, t.d. þegar hann er að éta úr garðanum?„Nei, það virðist ekkert há honum. Það er aftur ef hann kemur fram, þá þarf að saga þau og svona snyrta þau. Svo hann lendi ekki í vandræðum með að éta af jörðinni.“ Vafurlogi er ekki nema veturgamall og því líklegt að hornin eigi eftir að stækka enn frekar á næstu árum.Vafurlogi vígalegur.Mynd/magnús hlynur hreiðarsson
Dýr Rangárþing eystra Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira