Leikararnir Carl Martin Eggesbø og Ina Svenningda vöktu athygli sem Eskild og Chris í þáttunum SKAM.Skjáskot/NRK.no
Tveir leikrarar úr norsku sjónvarpsþáttunum SKAM eru í heimsókn á Íslandi. Carl Martin Eggesbø sem lék Eskild Tryggvason og Ina Svenningdal sem lék Chris Berg, eru stödd hér á landi í augnablikinu. Í Insta-story hjá Carl á Instagram er ekki að sjá mikið um það hvað þau hafa verið að gera í heimsókninni en þar sést að hann fór í sund og svo með Inu í strætó á síðasta sólarhringnum.
SKAM var upprunalega ætlað að lokka fleiri unga áhorfendur á vef norska Ríkisútvarpsins varð svo vinsælasti þáttur í sögu Noregs. Þættirnir slógu þó ekki aðeins í gegn í Noregi og hættu svo á hápunktinum eftir fjórar þáttaraðir. Aðdáendur þáttanna eru mjög margir hér á landi og víðar um heiminn.
Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum heillaði milljónir áhorfenda. Ina Svenningdal (í hlutverki Chris Berg) er lengst til vinstri á myndinni.NRK1.200 einstaklingar fóru í áheyrendaprufu fyrir SKAM þættina á sínum tíma og skapaði handritshöfundurinn og leikstjórinn Julie Andem persónurnar eftir að réttu leikararnir voru fundnir. Norska ríkissjónvarpið NRK frumsýndi óvænt nýja þáttaröð í anda SKAM í síðasta mánuði. Mikil leynd hvíldi yfir framleiðslu þáttanna sem sýndir eru á vef NRK P3. Bandarísk útgáfa af þáttunum fór nýlega í sýningu.
Carl og Ina eru bæði í leiklistarnámi í Osló og hafa þau eytt einhverjum tíma með nemendum úr Listaháskóla Íslands hér á landi, þar á meðal Aroni Má Ólafssyni leiklistarnema, sem er betur þekktur sem Aron Mola.
Carl Martin Eggesbø lék Eskild Tryggvason í þáttunum.Skjáskot/NRK