Forsætisráðherra drap biskup við skákborðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. Þar er áheitum og styrkjum safnað við skákiðkun næstu tvo daga, en tilefnið er að ár er nú liðið frá andláti Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Jóhanna kynnti fjölmarga Íslendinga fyrir Mið-Austurlöndum sem fararstjóri um árabil auk þess að vera ötul í góðgerðarstarfi og ýmiss konar söfnunum. „Þetta er bara eitt versta neyðarástand í heimi. Af 29 milljón íbúum þá þurfa 22 milljónir á neyðaraðstoð að halda. Þar af eru 11,3 milljónir barna, sem er næstum því hvert einasta barn í landinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um ástandið í Jemen. Teflt var frá klukkan níu í morgun og stendur maraþonið allt fram til miðnættis. Andstæðingurinn Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, var ósigraður þegar fréttastofu bar að garði. „Úrslitin í raun og veru skipta engu máli. Það er bara að koma og tefla, taka þátt í þessari söfnun við okkur,“ segir Róbert. Bæði er teflt í dag og á morgun – allt til miðnættis. Fjölmörg fyrirtæki styrkja söfnunina, bæði með beinum styrkjum auk þess sem þau styrkja UNICEF og Fatimusjóðinn svokallaða fyrir hverja teflda og skráða skák. Þegar hafa safnast á fimmtu milljón króna, en Hróksmenn hvetja alla til að mæta og tefla. „Það er bara um að gera að styrkja börn í Jemen,“ segir Henný Nielsen, herforingi hjá Hróknum. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. Þar er áheitum og styrkjum safnað við skákiðkun næstu tvo daga, en tilefnið er að ár er nú liðið frá andláti Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Jóhanna kynnti fjölmarga Íslendinga fyrir Mið-Austurlöndum sem fararstjóri um árabil auk þess að vera ötul í góðgerðarstarfi og ýmiss konar söfnunum. „Þetta er bara eitt versta neyðarástand í heimi. Af 29 milljón íbúum þá þurfa 22 milljónir á neyðaraðstoð að halda. Þar af eru 11,3 milljónir barna, sem er næstum því hvert einasta barn í landinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um ástandið í Jemen. Teflt var frá klukkan níu í morgun og stendur maraþonið allt fram til miðnættis. Andstæðingurinn Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, var ósigraður þegar fréttastofu bar að garði. „Úrslitin í raun og veru skipta engu máli. Það er bara að koma og tefla, taka þátt í þessari söfnun við okkur,“ segir Róbert. Bæði er teflt í dag og á morgun – allt til miðnættis. Fjölmörg fyrirtæki styrkja söfnunina, bæði með beinum styrkjum auk þess sem þau styrkja UNICEF og Fatimusjóðinn svokallaða fyrir hverja teflda og skráða skák. Þegar hafa safnast á fimmtu milljón króna, en Hróksmenn hvetja alla til að mæta og tefla. „Það er bara um að gera að styrkja börn í Jemen,“ segir Henný Nielsen, herforingi hjá Hróknum.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira