Deilt um hegðun hjólreiðamanns í hringtorgi í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 13:45 Skjáskot úr myndbandi sem ökukennarinn birti á Facebook. Facebook Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira