Deilt um hegðun hjólreiðamanns í hringtorgi í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 13:45 Skjáskot úr myndbandi sem ökukennarinn birti á Facebook. Facebook Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira