Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 10:25 Reinhard Marx, kardínáli. vísir/getty Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi, sem jafnframt er formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og náinn ráðgjafi Frans páfa, fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Fyrst var greint frá afstöðu kardínálans á vef RÚV en í frétt Crux Now, bandarískum fréttavef sem fjallar um kaþólsk málefni, er vitnað í yfirlýsingu frá kardínálanum. Samkvæmt frumvarpinu yrði lagt bann við umskurði drengja nema ef gera þyrfti aðgerðina af heilsufarsástæðum. „Að vernda heilsu barna er gott og gilt markmið í öllum samfélögum en hér er verið að ústkúfa ákveðnum trúarbrögðum án þess að nokkrar vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það sé mat Samtaka biskupa í löndum ESB að allar tilraunir til þess að skerða trúfrelsi séu óásættanlegar.Vill að stofnanir ESB grípi til aðgerða Marx hvetur stofnanir ESB til þess að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að það sem felist í frumvarpinu nái fram að ganga, verði það að lögum. Kardínálinn er ekki fyrsti erlendi trúarleiðtoginn sem leggst gegn frumvarpi Silju Daggar. Þannig hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, stigið fram og gagnrýnt frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Í skrifum þeirra hefur komið fram að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Bjarni Karlsson, prestur, gerir síðan málið að umtalsefni í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag: „Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk.“ Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi, sem jafnframt er formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins í Evrópu og náinn ráðgjafi Frans páfa, fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Fyrst var greint frá afstöðu kardínálans á vef RÚV en í frétt Crux Now, bandarískum fréttavef sem fjallar um kaþólsk málefni, er vitnað í yfirlýsingu frá kardínálanum. Samkvæmt frumvarpinu yrði lagt bann við umskurði drengja nema ef gera þyrfti aðgerðina af heilsufarsástæðum. „Að vernda heilsu barna er gott og gilt markmið í öllum samfélögum en hér er verið að ústkúfa ákveðnum trúarbrögðum án þess að nokkrar vísindalegar rannsóknir liggi þar að baki. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að það sé mat Samtaka biskupa í löndum ESB að allar tilraunir til þess að skerða trúfrelsi séu óásættanlegar.Vill að stofnanir ESB grípi til aðgerða Marx hvetur stofnanir ESB til þess að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að það sem felist í frumvarpinu nái fram að ganga, verði það að lögum. Kardínálinn er ekki fyrsti erlendi trúarleiðtoginn sem leggst gegn frumvarpi Silju Daggar. Þannig hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, stigið fram og gagnrýnt frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Í skrifum þeirra hefur komið fram að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Bjarni Karlsson, prestur, gerir síðan málið að umtalsefni í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag: „Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk.“
Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15