Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira