Þjálfarinn sem áreitti Hólmfríði kynferðislega heldur starfinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 08:45 Hólmfríður Magnúsdóttir kom upp um þjálfarann. vísir/stefán Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00