Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr fyrir framan verkið á skrifstofu borgarstjóra þegar hann gegndi því embætti. Fréttablaðið/GVA Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar segir jafnframt borgarráðsfulltrúarnir og áheyrnarfulltrúinn hafi lagt fram fyrirspurn þar sem óskað var eftir öllum samskiptum Jóns, eða annarra starfsmanna Reykjavíkurborgar, við fulltrúa listamannsins. Jón hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi falast sjálfur eftir verki eftir Banksy á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Fékk hann verkið sent með þeim skilyrðum að það yrði hengt upp á skrifstofu borgarstjóra sem var og gert. Jón tók verkið hins vegar heim til sín þegar hann hætti sem borgarstjóri árið 2014 og segist hafa gert það til minningar um borgarstjóratíðina.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fyrirspurnina og tillöguna fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.Vísir/EgillAðeins plakat sem sé ekki mikils virði Síðustu viku hefur mikið verið fjallað um málið eftir að Fréttablaðið greindi frá því að Jón hefði tekið verkið með sér. Segir hann að það hafi verið persónuleg gjöf sem sé ekki mikils virði; hann hafi fengið verkið sent í tölvupósti, látið prenta það út og svo sett á álplötu. Bar hann sjálfur kostnaðinn af því, en Jón hefur sagt verkið aðeins vera plakat sem hægt sé að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Það sé því ekki eins verðmætt og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Það var svo í fyrradag sem Jón lét farga verkinu vegna umræðunnar síðustu daga og spurninga um hvort honum hafi verið heimilt að taka með sér verk af skrifstofu borgarstjóra sem hann fékk þegar hann gegndi því embætti. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins óskuðu jafnframt eftir því á borgarráðsfundi í gær að borgarlögmaður myndi skila áliti á því hvort Jóni hafi verið heimilt að taka verk Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnartíðinni. Var afgreiðslu málsins frestað á fundinum í gær en hér fyrir neðan má sjá fyrirspurn og tillögu fulltrúanna:Fyrirspurn: Óskað er eftir öllum samskiptum við fulltrúa listamannsins Banksy vegna verks sem Jón Gnarr fyrrv. borgarstjóri fékk með þeim skilyrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra. Þannig er óskað eftir upplýsingum um þau samskipti sem fóru fram í gegnum fyrrv. borgarstjóra eða aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar við fulltrúa Bansky.Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hafi verið heimilt að taka verk listamannsins Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnar tíð hans.Tillaga: Lagt er til að Reykjavíkurborg kanni hvort hér hafi myndast skaðabótaskylda gagnvart borginni. Fréttin hefur verið uppfærð með texta tillögunnar og fyrirspurninni. Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar segir jafnframt borgarráðsfulltrúarnir og áheyrnarfulltrúinn hafi lagt fram fyrirspurn þar sem óskað var eftir öllum samskiptum Jóns, eða annarra starfsmanna Reykjavíkurborgar, við fulltrúa listamannsins. Jón hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi falast sjálfur eftir verki eftir Banksy á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Fékk hann verkið sent með þeim skilyrðum að það yrði hengt upp á skrifstofu borgarstjóra sem var og gert. Jón tók verkið hins vegar heim til sín þegar hann hætti sem borgarstjóri árið 2014 og segist hafa gert það til minningar um borgarstjóratíðina.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fyrirspurnina og tillöguna fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.Vísir/EgillAðeins plakat sem sé ekki mikils virði Síðustu viku hefur mikið verið fjallað um málið eftir að Fréttablaðið greindi frá því að Jón hefði tekið verkið með sér. Segir hann að það hafi verið persónuleg gjöf sem sé ekki mikils virði; hann hafi fengið verkið sent í tölvupósti, látið prenta það út og svo sett á álplötu. Bar hann sjálfur kostnaðinn af því, en Jón hefur sagt verkið aðeins vera plakat sem hægt sé að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Það sé því ekki eins verðmætt og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Það var svo í fyrradag sem Jón lét farga verkinu vegna umræðunnar síðustu daga og spurninga um hvort honum hafi verið heimilt að taka með sér verk af skrifstofu borgarstjóra sem hann fékk þegar hann gegndi því embætti. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins óskuðu jafnframt eftir því á borgarráðsfundi í gær að borgarlögmaður myndi skila áliti á því hvort Jóni hafi verið heimilt að taka verk Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnartíðinni. Var afgreiðslu málsins frestað á fundinum í gær en hér fyrir neðan má sjá fyrirspurn og tillögu fulltrúanna:Fyrirspurn: Óskað er eftir öllum samskiptum við fulltrúa listamannsins Banksy vegna verks sem Jón Gnarr fyrrv. borgarstjóri fékk með þeim skilyrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra. Þannig er óskað eftir upplýsingum um þau samskipti sem fóru fram í gegnum fyrrv. borgarstjóra eða aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar við fulltrúa Bansky.Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hafi verið heimilt að taka verk listamannsins Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnar tíð hans.Tillaga: Lagt er til að Reykjavíkurborg kanni hvort hér hafi myndast skaðabótaskylda gagnvart borginni. Fréttin hefur verið uppfærð með texta tillögunnar og fyrirspurninni.
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08