Eiríkur Rögnvaldsson hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 16:30 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. fréttablaðið/valli Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru í dag afhent Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, við athöfn á Höfn í Hornafirði. Verðlaunin eru veitt 16. nóvember ár hvert, á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar, „þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar,“ að því er segir í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu. Þar er jafnframt vísað frá greinargerð ráðgjafanefndar þar sem segir meðal annars um verðlaunahafann:Prófessor emeritus Eiríkur Rögnvaldsson hefur með frumkvæði, elju og ást á íslenskri tungu, verið í framlínu þeirra sem vekja athygli þjóðar og stjórnvalda á þeirri hættu sem steðjar að íslenskri tungu og hinu smáa málsamfélagi okkar. Af atorku hefur hann útskýrt og gert grein fyrir hvílík lífsnauðsyn það er að efla máltækni á íslensku, hvað í því felst og hvaða áhrif það getur haft sé það ekki gert með hraði.Í umræðu um þetta málefni hefur Eiríkur sýnt víðsýni og verið opinn fyrir eðlilegri þróun tungumálsins en jafnframt sýnt fram á það af rökfestu að viðbúið sé, ef svo heldur fram sem horfir, að íslensk tunga sé farin að þróast óeðlilega og eigi á hættu að hverfa í gin enskunnar, og að nú séu síðustu forvöð að spyrna við fótum ef ekki á illa að fara.Eiríkur hefur jafnframt verið óþreytandi að ítreka hve lífsnauðsynlegt það er fyrir tungumálið og vitund okkar sem þjóðar, að viðhalda tungunni, efla og styrkja móðurmálskennslu og vekja fólk til umhugsunar um að tungumálið sé sameiningartákn, sá strengur sem tengir okkur við söguna og lífið í landinu, bæði fyrr og nú, en ekki síður að sá strengur verði að ná til framtíðarinnar líka.Eiríkur Rögnvaldsson kenndi málfræði og málvísindi við Háskóla Íslands frá því snemma á níunda áratugnum og var prófessor frá árinu 1993 og þar til nú í sumar. Hann hefur verið höfundur og meðhöfundur fjölda bóka, rita og fræðilegra greina um mál og máltækni. Þá hefur hann varið stórum hluta rannsóknartíma síns í ýmis verkefni á sviði máltækni og tungutækni; hefur hann verið í verkefnastjórn viðamikilla verkefna á því sviði og skrifað yfirlitsgreinar um íslenska máltækni, bæði á íslensku og á ensku. Þá fékk verkefnið Skáld í skólum sérstaka viðurkenningu í tilefni dagsins. Hornafjörður Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. 8. september 2018 08:00 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru í dag afhent Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, við athöfn á Höfn í Hornafirði. Verðlaunin eru veitt 16. nóvember ár hvert, á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar, „þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar,“ að því er segir í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu. Þar er jafnframt vísað frá greinargerð ráðgjafanefndar þar sem segir meðal annars um verðlaunahafann:Prófessor emeritus Eiríkur Rögnvaldsson hefur með frumkvæði, elju og ást á íslenskri tungu, verið í framlínu þeirra sem vekja athygli þjóðar og stjórnvalda á þeirri hættu sem steðjar að íslenskri tungu og hinu smáa málsamfélagi okkar. Af atorku hefur hann útskýrt og gert grein fyrir hvílík lífsnauðsyn það er að efla máltækni á íslensku, hvað í því felst og hvaða áhrif það getur haft sé það ekki gert með hraði.Í umræðu um þetta málefni hefur Eiríkur sýnt víðsýni og verið opinn fyrir eðlilegri þróun tungumálsins en jafnframt sýnt fram á það af rökfestu að viðbúið sé, ef svo heldur fram sem horfir, að íslensk tunga sé farin að þróast óeðlilega og eigi á hættu að hverfa í gin enskunnar, og að nú séu síðustu forvöð að spyrna við fótum ef ekki á illa að fara.Eiríkur hefur jafnframt verið óþreytandi að ítreka hve lífsnauðsynlegt það er fyrir tungumálið og vitund okkar sem þjóðar, að viðhalda tungunni, efla og styrkja móðurmálskennslu og vekja fólk til umhugsunar um að tungumálið sé sameiningartákn, sá strengur sem tengir okkur við söguna og lífið í landinu, bæði fyrr og nú, en ekki síður að sá strengur verði að ná til framtíðarinnar líka.Eiríkur Rögnvaldsson kenndi málfræði og málvísindi við Háskóla Íslands frá því snemma á níunda áratugnum og var prófessor frá árinu 1993 og þar til nú í sumar. Hann hefur verið höfundur og meðhöfundur fjölda bóka, rita og fræðilegra greina um mál og máltækni. Þá hefur hann varið stórum hluta rannsóknartíma síns í ýmis verkefni á sviði máltækni og tungutækni; hefur hann verið í verkefnastjórn viðamikilla verkefna á því sviði og skrifað yfirlitsgreinar um íslenska máltækni, bæði á íslensku og á ensku. Þá fékk verkefnið Skáld í skólum sérstaka viðurkenningu í tilefni dagsins.
Hornafjörður Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. 8. september 2018 08:00 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00
Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. 8. september 2018 08:00
Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30