Jón Dagur: Kemst ekki í A-landsliðið spilandi varaliðsbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 17:00 Jón Dagur Þorsteinsson spilar í Danmörku í vetur. vísir/vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður U21 árs landsliðs karla í fótbolta, verður í eldlínunni með strákunum okkar þegar að þeir mæta Eistlandi hér heima á fimmtudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jón er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham en var lánaður til Vendyssel í dönsku B-deildinni í síðustu viku þar sem að hann fær nú að spila reglulega alvöru fótbolta. Hann hefur verið fastamaður í varaliði Fulham og verið einn besti leikmaður þess liðs. „Maður var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta. Það er gott að komast í umhverfi þar sem maður sér fram á að spila með aðallinu og geta komið ferlinum af stað. Ég er mjög sáttur og jákvæður á framhaldið,“ segir Jón Dagur sem taldi sig þurfa að fara núna.Hat-trick hero @jondagur when @FulhamFC U23 won @Wolves U23 4-1. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/7prBMA9EUO — Total Football (@totalfl) October 24, 2017 „Það var margt sem að spilaði inn í. Fulham byrjaði illa. Þá var erfitt að fá tækifæri og svo þegar að líða fór á tímabilið vann liðið hvern einasta leik. Gengi liðsins hjálpaði mér ekkert en auðvitað vill maður fá tækifæri,“ segir hann. „Um leið og að liðið fór upp í úrvalsdeildina vissi ég strax að ég þyrfti að fara á lán til að spila einhvern bolta. Fulham fékk fullt af peningum fyrir að komast upp og pressan er mikil þannig að það er erfitt að fá sénsinn fyrst í úrvalsdeildinni. Ég þurfti því að fara annað til að fá séns,“ segir Jón Dagur. Jón Dagur hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands nær allan sinn feril og nú eru nýir tímar hjá A-landsliðinu. Stökkið upp í það fyrir öfluga vængmenn er kannski ekkert svo stórt ef hann nýtir sín tækifæri í Danmörku. „Maður kemst ekkert í A-landsliðið ef maður er að spila einhvern varaliðsbolta. Ég leit á þetta þannig að ég þyrfti að koma mér í aðalliðsbolta til að vera inn í myndinni. Maður þarf samt að spila fyrst og sjá hvað gerist,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30 „Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður U21 árs landsliðs karla í fótbolta, verður í eldlínunni með strákunum okkar þegar að þeir mæta Eistlandi hér heima á fimmtudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jón er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham en var lánaður til Vendyssel í dönsku B-deildinni í síðustu viku þar sem að hann fær nú að spila reglulega alvöru fótbolta. Hann hefur verið fastamaður í varaliði Fulham og verið einn besti leikmaður þess liðs. „Maður var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta. Það er gott að komast í umhverfi þar sem maður sér fram á að spila með aðallinu og geta komið ferlinum af stað. Ég er mjög sáttur og jákvæður á framhaldið,“ segir Jón Dagur sem taldi sig þurfa að fara núna.Hat-trick hero @jondagur when @FulhamFC U23 won @Wolves U23 4-1. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/7prBMA9EUO — Total Football (@totalfl) October 24, 2017 „Það var margt sem að spilaði inn í. Fulham byrjaði illa. Þá var erfitt að fá tækifæri og svo þegar að líða fór á tímabilið vann liðið hvern einasta leik. Gengi liðsins hjálpaði mér ekkert en auðvitað vill maður fá tækifæri,“ segir hann. „Um leið og að liðið fór upp í úrvalsdeildina vissi ég strax að ég þyrfti að fara á lán til að spila einhvern bolta. Fulham fékk fullt af peningum fyrir að komast upp og pressan er mikil þannig að það er erfitt að fá sénsinn fyrst í úrvalsdeildinni. Ég þurfti því að fara annað til að fá séns,“ segir Jón Dagur. Jón Dagur hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands nær allan sinn feril og nú eru nýir tímar hjá A-landsliðinu. Stökkið upp í það fyrir öfluga vængmenn er kannski ekkert svo stórt ef hann nýtir sín tækifæri í Danmörku. „Maður kemst ekkert í A-landsliðið ef maður er að spila einhvern varaliðsbolta. Ég leit á þetta þannig að ég þyrfti að koma mér í aðalliðsbolta til að vera inn í myndinni. Maður þarf samt að spila fyrst og sjá hvað gerist,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30 „Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Albert Guðmundsson sér ekki eftir einni sekúndu hjá PSV Eindhoven. 5. september 2018 14:30
„Þvílíkt egóbúst“ að stórlið vilji kaupa mann Arnór Sigurðsson, leikmaður U21 landsliðs Íslands, skrifaði á dögunum undir samning við rússneska stórveldið CSKA Moskvu. 4. september 2018 20:30