Telur brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska nemenda um skráð nöfn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2018 19:30 Skólameistari Menntaskólans við Sund hyggst ekki breyta nafni nemanda sem stendur í kynleiðréttinga í gögnum skólans á meðan annað nafn er skráð í Þjóðskrá, en hann telur slíkt brjóta í bága við lög. Ráðherra telur brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska nemenda um skráð nöfn. Fjallað hefur verið um mál nemanda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en hann bíður nú eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingunni gildri. Á meðan telur skólastjórinn ekki unnt að breyta nafni hans í gögnum skólans. Í 19.gr laga um mannanöfn kemur fram að á öllum opinberum skrám og öðrum opinberum gögnum skulu nöfn manna rituð eins og þau eru skráð í Þjóðskrá á hverjum tíma.Því kemur til álita hvort að gögn skólans, líkt og nafnalistar og prófskírteini séu opinber gögn. Menntaskólinn við Sund telur að svo sé og neitar því að breyta gögnum nemandans. Fréttastofa náði tali af skólameistara í dag en hann neitaði að veita viðtal vegna málsins. Kvennaskólinn í Reykjavík er MS ósammála en þar þótti lítið mál að breyta nafni nemanda sem stendur í kynleiðréttingarferli þannig að kvenmannsnafn hans birtist ekki í gögnum. Menntamálaráðherra segir brýnt að skólayfirvöld taki óskir nemenda til sín. „Við höfum fengið svona mál inn á borð til okkar. Það mál var leyst á milli viðkomandi skóla og nemandans á farsælan hátt. Mér finnst mjög brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska þessara nemenda vegna þess að þeir eru í ákveðnu ferli. Aðrir skólar hafa gert það og hefur það verið farsælt samstarf á milli nemandans og skólamálayfirvalda. Nafn er eitt það persónulegasta sem við eigum þannig ég skil það vel þegar viðkomandi aðili geri athugasemdir við þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Í gögnum sem Skólastjóri Menntaskólans við Sund afhenti fréttastofu kemur fram að hann telji það varla á valdsviði einkafyrirtækis, líkt og INNU - upplýsingakerfi framhaldsskólanna, sem tekur að sér að hýsa og þróa ákveðinn hugbúnað að leggja sínar eigin línur varðandi túlkun og framkvæmd laga. Foreldrar nemandans, sem stundar nám við Menntaskólann við Sund, tilkynntu ákvörðun skólameistarans til Menntamálaráðuneytisins. En í bréfi ráðuneytis til foreldra hans kemur fram að ákvörðun skólameistarans sé ekki ákvörðun um réttindi og skyldur einstaklings í skilningi stjórnsýslulaga. Heldur sé um að ræða ákvörðun sem lúti að framkvæmd þjónustu. Þar af leiðandi sé ákvörðunin ekki kæranleg til ráðuneytisins. Engu að síður ætli ráðuneytið að taka málið til athugunar. Hyggst ráðuneytið leita umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og skólameistarafélagi Íslands. Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli. 12. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Skólameistari Menntaskólans við Sund hyggst ekki breyta nafni nemanda sem stendur í kynleiðréttinga í gögnum skólans á meðan annað nafn er skráð í Þjóðskrá, en hann telur slíkt brjóta í bága við lög. Ráðherra telur brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska nemenda um skráð nöfn. Fjallað hefur verið um mál nemanda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en hann bíður nú eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingunni gildri. Á meðan telur skólastjórinn ekki unnt að breyta nafni hans í gögnum skólans. Í 19.gr laga um mannanöfn kemur fram að á öllum opinberum skrám og öðrum opinberum gögnum skulu nöfn manna rituð eins og þau eru skráð í Þjóðskrá á hverjum tíma.Því kemur til álita hvort að gögn skólans, líkt og nafnalistar og prófskírteini séu opinber gögn. Menntaskólinn við Sund telur að svo sé og neitar því að breyta gögnum nemandans. Fréttastofa náði tali af skólameistara í dag en hann neitaði að veita viðtal vegna málsins. Kvennaskólinn í Reykjavík er MS ósammála en þar þótti lítið mál að breyta nafni nemanda sem stendur í kynleiðréttingarferli þannig að kvenmannsnafn hans birtist ekki í gögnum. Menntamálaráðherra segir brýnt að skólayfirvöld taki óskir nemenda til sín. „Við höfum fengið svona mál inn á borð til okkar. Það mál var leyst á milli viðkomandi skóla og nemandans á farsælan hátt. Mér finnst mjög brýnt að skólayfirvöld taki tillit til óska þessara nemenda vegna þess að þeir eru í ákveðnu ferli. Aðrir skólar hafa gert það og hefur það verið farsælt samstarf á milli nemandans og skólamálayfirvalda. Nafn er eitt það persónulegasta sem við eigum þannig ég skil það vel þegar viðkomandi aðili geri athugasemdir við þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Í gögnum sem Skólastjóri Menntaskólans við Sund afhenti fréttastofu kemur fram að hann telji það varla á valdsviði einkafyrirtækis, líkt og INNU - upplýsingakerfi framhaldsskólanna, sem tekur að sér að hýsa og þróa ákveðinn hugbúnað að leggja sínar eigin línur varðandi túlkun og framkvæmd laga. Foreldrar nemandans, sem stundar nám við Menntaskólann við Sund, tilkynntu ákvörðun skólameistarans til Menntamálaráðuneytisins. En í bréfi ráðuneytis til foreldra hans kemur fram að ákvörðun skólameistarans sé ekki ákvörðun um réttindi og skyldur einstaklings í skilningi stjórnsýslulaga. Heldur sé um að ræða ákvörðun sem lúti að framkvæmd þjónustu. Þar af leiðandi sé ákvörðunin ekki kæranleg til ráðuneytisins. Engu að síður ætli ráðuneytið að taka málið til athugunar. Hyggst ráðuneytið leita umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og skólameistarafélagi Íslands.
Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli. 12. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30
Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli. 12. ágúst 2018 20:00