Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 10:45 Sindri flaug til Svíþjóðar með Icelandair á öðru nafni. Vísir Ekkert hefur spurst til Sindra Þórs Stefánssonar, fangans sem strauk úr fangelsinu á Sogni, frá því hann kom til Svíþjóðar. Þetta segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sem stjórnar leitinni að Sindra. Því liggur ekki fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann hafi flogið þaðan til einhvers annars lands. Talið er að Sindri hafi strokið frá fangelsinu á Sogni um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags með því að klifra út um glugga. Er hann talinn hafa farið af landi brott með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans. Gunnar segir lögreglu einungis hafa fengið staðfestingu á því frá lögreglunni á Arlanda að Sindri hefði verið á flugvellinum. Ekki er komið í ljós hvort einhver var með honum í för og þá er það til rannsóknar hvernig hann komst frá Sogni til Keflavíkurflugvallar. Fullyrt var í gær að Gunnar hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Grafast fyrir um ferðir hans „Við erum að reyna að grafast fyrir um það, ef það er nokkur leið,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa fengið upplýsingar um hvort Sindri hafi verið með annarri manneskju í för á Keflavíkurflugvelli eða hvort hann sjáist stíga út úr bíl við Keflavíkurflugvöll.Frá fangelsinu á Sogni að Keflavíkuflugvelli eru um 89 kílómetrar samkvæmt korti Google ef ekið er til höfuðborgarsvæðisins. Ef farið er um Suðurstrandarveg er leiðin um 105 kílómetra löng.Google MapsSpurður hvort vitað sé til þess að Sindri hafi rætt við einhvern á Arlanda-flugvelli segir Gunnar engar slíkar upplýsingar hafa fengist. Búið er að lýsa eftir Sindra hjá Europol, samstarfsstofnunar evrópskra lögregluembætta, en ekkert hefur borist frá þeirri stofnun enn sem komið er. „Ef lögregla hefur afskipti af honum einhvers staðar ætti þetta að koma upp,“ segir Gunnar. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar.Var á öðru nafni Hann segir Sindra ekki hafa framvísað fölsuðu vegabréfi. Hann segir að það sé mismunandi eftir flugfélögum hvort framvísa þurfi vegabréfi ef ferðast á til landa innan Schengen-svæðisins. Ef farþegar innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur geta þeir í sumum tilvikum sloppið með að framvísa vegabréfi. Það fari í raun eftir flugfélaginu hvort að farþegar séu beðnir um að framvísa vegabréfi þegar þeir fara um borð í flugvélina eða hvort að innritunarpassi nægi. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra.Fangelsið Sogni.Vísir/Magnús HlynurÍ varðhaldi vegna Bitcoin-máls Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í gær að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Páll sver af sér kapalfíkn Páll Winkel, fangelsismálastjóri, var í eldlínunni í gær eftir að í ljós kom að Sindri Þór Stefánsson hafði flúið land og sloppið úr íslensku fangelsi. 18. apríl 2018 09:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Sindra Þórs Stefánssonar, fangans sem strauk úr fangelsinu á Sogni, frá því hann kom til Svíþjóðar. Þetta segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sem stjórnar leitinni að Sindra. Því liggur ekki fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann hafi flogið þaðan til einhvers annars lands. Talið er að Sindri hafi strokið frá fangelsinu á Sogni um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags með því að klifra út um glugga. Er hann talinn hafa farið af landi brott með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans. Gunnar segir lögreglu einungis hafa fengið staðfestingu á því frá lögreglunni á Arlanda að Sindri hefði verið á flugvellinum. Ekki er komið í ljós hvort einhver var með honum í för og þá er það til rannsóknar hvernig hann komst frá Sogni til Keflavíkurflugvallar. Fullyrt var í gær að Gunnar hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Grafast fyrir um ferðir hans „Við erum að reyna að grafast fyrir um það, ef það er nokkur leið,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa fengið upplýsingar um hvort Sindri hafi verið með annarri manneskju í för á Keflavíkurflugvelli eða hvort hann sjáist stíga út úr bíl við Keflavíkurflugvöll.Frá fangelsinu á Sogni að Keflavíkuflugvelli eru um 89 kílómetrar samkvæmt korti Google ef ekið er til höfuðborgarsvæðisins. Ef farið er um Suðurstrandarveg er leiðin um 105 kílómetra löng.Google MapsSpurður hvort vitað sé til þess að Sindri hafi rætt við einhvern á Arlanda-flugvelli segir Gunnar engar slíkar upplýsingar hafa fengist. Búið er að lýsa eftir Sindra hjá Europol, samstarfsstofnunar evrópskra lögregluembætta, en ekkert hefur borist frá þeirri stofnun enn sem komið er. „Ef lögregla hefur afskipti af honum einhvers staðar ætti þetta að koma upp,“ segir Gunnar. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar.Var á öðru nafni Hann segir Sindra ekki hafa framvísað fölsuðu vegabréfi. Hann segir að það sé mismunandi eftir flugfélögum hvort framvísa þurfi vegabréfi ef ferðast á til landa innan Schengen-svæðisins. Ef farþegar innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur geta þeir í sumum tilvikum sloppið með að framvísa vegabréfi. Það fari í raun eftir flugfélaginu hvort að farþegar séu beðnir um að framvísa vegabréfi þegar þeir fara um borð í flugvélina eða hvort að innritunarpassi nægi. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra.Fangelsið Sogni.Vísir/Magnús HlynurÍ varðhaldi vegna Bitcoin-máls Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í gær að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Páll sver af sér kapalfíkn Páll Winkel, fangelsismálastjóri, var í eldlínunni í gær eftir að í ljós kom að Sindri Þór Stefánsson hafði flúið land og sloppið úr íslensku fangelsi. 18. apríl 2018 09:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09
Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00
Páll sver af sér kapalfíkn Páll Winkel, fangelsismálastjóri, var í eldlínunni í gær eftir að í ljós kom að Sindri Þór Stefánsson hafði flúið land og sloppið úr íslensku fangelsi. 18. apríl 2018 09:00