Leitað að þjóðlegum réttum Íslendinga Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 13:15 "Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist.“ Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn hafa efnt til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar. Keppnin felur í sér að finna þjóðlega íslenska rétti sem byggja á íslensku hráefni og matarmenningu. Þó geta réttirnir verið innblásnir af samtímanum þar sem Íslendingar hafa nú aðgang að fjölbreyttari hráefnum en áður og taki meira tillit til hollustu. „Tökum höndum saman og tengjum umræður næstu daga við íslenskt hráefni og matarmenningu. Deilum matarminningum með hvert öðru og sjáum hvaða hugmyndir þjóðin kemur með,“ segir í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum keppninnar. „Grúskaðu í gömlum uppskriftum, lestu þér til á vefsíðu Matarauðs eða láttu hugmyndaflugið ráða. Tölum um matarminningar hvert við annað og sér í lagi börnin því þannig varðveitum við þekkingu um matarhefðir.“Keppnin mun standa yfir frá deginum í dag, 18. apríl, til 1. maí og mega allir taka þátt. Upplýsingar um hvernig tekið er þátt í keppninni má finna hér á vef Matarauðs.Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, segir að keppnin hafi orðið til úr þeirri löngun að spyrja Íslendinga hvað þeir teldu vera þjóðlegan rétt. „Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist,“ segir Brynja í samtali við Vísi. Einnig væri markmiðið að rifja upp matarminningar Íslendinga. Hún sagðist líka hafa heyrt kvartanir um að ekki væri nægilega fjölbreytt úrval á mat hringinn í kringum landið og því hafi veitingahús um landið allt verið fengin í samstarf. Að keppninni lokinni mun Hótel- og matvælaskólinn elda og reiða fram fimmtán valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm af þeim réttum munu svo standa upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í samstarfi við keppnina munu síðan velja einn af réttunum fimmtán á matseðil sinn í sumar. Dómnefnd skipar Ragnar Wessman frá Hótel- og Matvælaskólanum, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og matarhönnuður, Dominique Plédel Jónsson f.h. neytendasamtakanna og Slow Food. Svo fáum við einn spennandi leynigest í dómnefndina líka.Viðurkenning og verðlaun 1. verðlaun: Gjafabréf Air Iceland Connect, Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 2. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 3. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 4.- 5. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn hafa efnt til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar. Keppnin felur í sér að finna þjóðlega íslenska rétti sem byggja á íslensku hráefni og matarmenningu. Þó geta réttirnir verið innblásnir af samtímanum þar sem Íslendingar hafa nú aðgang að fjölbreyttari hráefnum en áður og taki meira tillit til hollustu. „Tökum höndum saman og tengjum umræður næstu daga við íslenskt hráefni og matarmenningu. Deilum matarminningum með hvert öðru og sjáum hvaða hugmyndir þjóðin kemur með,“ segir í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum keppninnar. „Grúskaðu í gömlum uppskriftum, lestu þér til á vefsíðu Matarauðs eða láttu hugmyndaflugið ráða. Tölum um matarminningar hvert við annað og sér í lagi börnin því þannig varðveitum við þekkingu um matarhefðir.“Keppnin mun standa yfir frá deginum í dag, 18. apríl, til 1. maí og mega allir taka þátt. Upplýsingar um hvernig tekið er þátt í keppninni má finna hér á vef Matarauðs.Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, segir að keppnin hafi orðið til úr þeirri löngun að spyrja Íslendinga hvað þeir teldu vera þjóðlegan rétt. „Sitt sýnist hverjum. Margir vísa til hefða og aðrir vilja meina að við eigum að nota þessi hráfeni sem við búum við í dag og gefa þessu nútímalegt tvist,“ segir Brynja í samtali við Vísi. Einnig væri markmiðið að rifja upp matarminningar Íslendinga. Hún sagðist líka hafa heyrt kvartanir um að ekki væri nægilega fjölbreytt úrval á mat hringinn í kringum landið og því hafi veitingahús um landið allt verið fengin í samstarf. Að keppninni lokinni mun Hótel- og matvælaskólinn elda og reiða fram fimmtán valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm af þeim réttum munu svo standa upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í samstarfi við keppnina munu síðan velja einn af réttunum fimmtán á matseðil sinn í sumar. Dómnefnd skipar Ragnar Wessman frá Hótel- og Matvælaskólanum, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og matarhönnuður, Dominique Plédel Jónsson f.h. neytendasamtakanna og Slow Food. Svo fáum við einn spennandi leynigest í dómnefndina líka.Viðurkenning og verðlaun 1. verðlaun: Gjafabréf Air Iceland Connect, Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 2. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 3. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta 4.- 5. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni og kokkasvunta
Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira