Gangan trekki fleiri að en Aldrei fór ég suður Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum mæta í Fossavatnsgönguna í ár. Tveir koma frá Rússlandi en einn frá Sviss. Gusti.is „Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum. Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum.
Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira