NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2018 21:00 Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira