NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2018 21:00 Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira