ÍA sigraði Þór í þriðju umferð Inkasso-deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Akureyri og lauk með 1-0 sigri Skagamanna.
Eina mark leiksins skoraði Steinar Þorsteinsson snemma í síðari hálfleik.
Að þremur umferðum lokum er ÍA með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Þór situr hinsvegar í neðri hluta deildarinnar með eitt stig eftir þrjá leiki.
