Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 19:00 Mánaðarleg þóknun fyrir setu í stjórn Hörpu verður nú 100.000 krónur. Þóknun formanns er tvöfalt hærri. Vísir/Egill Tillaga stjórnar tónlistarhússins Hörpu um að hækka laun fyrir stjórnarsetu um rúm 8% var samþykkt af fulltrúum ríkis og borgar á aðalfundi þess fyrir tveimur vikum. Stjórnarmaður Hörpu segist telja að laun stjórnarmanna hafi lækkað minnst af þeim sem starfa þar. Mikil umræða hefur geisað um launahækkun forstjóra Hörpu á sama tíma og þjónustufulltrúar voru lækkaðir í launum. Stjórn Hörpu bar upp tillögu um að hækka laun almennra stjórnarmanna um 7.500 krónur eða rúm 8% á aðalfundinum sem fór fram 26. apríl. Þóknun fyrir stjórnarsetu á þessu starfsári verður því 100.000 krónur á mánuði. Formaður stjórnar fær tvölfalda þá þóknun. Tillagan var samþykkt að því er kemur fram í fundargerð aðalfundarins. Fjórir úr fyrri stjórn Hörpu voru kjörnir til að sitja áfram í stjórn á fundinum. Aðeins fulltrúar eigenda hússins, ríkisins og Reykjavíkurborgar, hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segir við Vísi að laun fyrir setu í stjórn Hörpu hafi síðast hækkað árið 2013. Hann telji launahækkun stjórnarmanna nú langt innan ramma Salek-samkomulagsins svonefnda. Þóknunin fyrir stjórnarsetu í Hörpu sé lægri en það sem gerist hjá fyrirtækjum á markaði. „Ég myndi nú halda að stjórnarlaunin hafi hækkað hvað minnst af þeim sem eru starfandi þarna í Hörpu, tala ekki um vinnumarkaðinn í heild,“ segir hann. Vilhjálmur Egilsson hefur setið í stjórn Hörpu undanfarin ár.Vísir/Anton BrinkForstjórinn hækkaði, þjónustufulltrúar lækkuðu Fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði eftir að ákvarðanir um laun forstjórans voru færð frá kjararáði um áramótin. Á sama tíma var þjónustufulltrúum Hörpu gert að taka á sig launalækkun. Nánast allir þjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins í vikunni. Þá hætti verkalýðsfélagið VR öllum viðskiptum við Hörpu. Tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir og menningarrýnirinn Illugi Jökulsson ákváðu einnig að sniðganga tónlistarhúsið vegna málsins. Svanhildur fór í kjölfarið fram á við stjórnina að laun hennar yrðu lækkuð. Vísaði hún til mikilvægis þess að friður væri um starfsemi Hörpu. Formaður VR sagði þá beiðni engin áhrif hafa á ákvörðun sína um að hætta viðskiptum við Hörpu. Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00 Stjórnarmaður í Hörpu hugsi yfir viðbrögðum formanns VR og „viðskiptabanninu“ Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsi, ritar langa færslu á Facebook-síðu sína í kvöld um hið svokallaða Hörpumál. 9. maí 2018 22:30 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Tillaga stjórnar tónlistarhússins Hörpu um að hækka laun fyrir stjórnarsetu um rúm 8% var samþykkt af fulltrúum ríkis og borgar á aðalfundi þess fyrir tveimur vikum. Stjórnarmaður Hörpu segist telja að laun stjórnarmanna hafi lækkað minnst af þeim sem starfa þar. Mikil umræða hefur geisað um launahækkun forstjóra Hörpu á sama tíma og þjónustufulltrúar voru lækkaðir í launum. Stjórn Hörpu bar upp tillögu um að hækka laun almennra stjórnarmanna um 7.500 krónur eða rúm 8% á aðalfundinum sem fór fram 26. apríl. Þóknun fyrir stjórnarsetu á þessu starfsári verður því 100.000 krónur á mánuði. Formaður stjórnar fær tvölfalda þá þóknun. Tillagan var samþykkt að því er kemur fram í fundargerð aðalfundarins. Fjórir úr fyrri stjórn Hörpu voru kjörnir til að sitja áfram í stjórn á fundinum. Aðeins fulltrúar eigenda hússins, ríkisins og Reykjavíkurborgar, hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segir við Vísi að laun fyrir setu í stjórn Hörpu hafi síðast hækkað árið 2013. Hann telji launahækkun stjórnarmanna nú langt innan ramma Salek-samkomulagsins svonefnda. Þóknunin fyrir stjórnarsetu í Hörpu sé lægri en það sem gerist hjá fyrirtækjum á markaði. „Ég myndi nú halda að stjórnarlaunin hafi hækkað hvað minnst af þeim sem eru starfandi þarna í Hörpu, tala ekki um vinnumarkaðinn í heild,“ segir hann. Vilhjálmur Egilsson hefur setið í stjórn Hörpu undanfarin ár.Vísir/Anton BrinkForstjórinn hækkaði, þjónustufulltrúar lækkuðu Fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði eftir að ákvarðanir um laun forstjórans voru færð frá kjararáði um áramótin. Á sama tíma var þjónustufulltrúum Hörpu gert að taka á sig launalækkun. Nánast allir þjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins í vikunni. Þá hætti verkalýðsfélagið VR öllum viðskiptum við Hörpu. Tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir og menningarrýnirinn Illugi Jökulsson ákváðu einnig að sniðganga tónlistarhúsið vegna málsins. Svanhildur fór í kjölfarið fram á við stjórnina að laun hennar yrðu lækkuð. Vísaði hún til mikilvægis þess að friður væri um starfsemi Hörpu. Formaður VR sagði þá beiðni engin áhrif hafa á ákvörðun sína um að hætta viðskiptum við Hörpu.
Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00 Stjórnarmaður í Hörpu hugsi yfir viðbrögðum formanns VR og „viðskiptabanninu“ Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsi, ritar langa færslu á Facebook-síðu sína í kvöld um hið svokallaða Hörpumál. 9. maí 2018 22:30 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00
Stjórnarmaður í Hörpu hugsi yfir viðbrögðum formanns VR og „viðskiptabanninu“ Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsi, ritar langa færslu á Facebook-síðu sína í kvöld um hið svokallaða Hörpumál. 9. maí 2018 22:30
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16
Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03