Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2018 18:03 Harpa hefur verið rekin með tapi frá opnun. Vísir(Valli Laun forstjóra Hörpu hafa ekki hækkað um 20 prósent, heldur 16,8. Þá hafa launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili, heldur yfir fjögur ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Hörpu ohf. Þar segir að árið 2014 hafi laun stjórnar og forstjóra félagsins hafi verið 25 milljónir. Þær hafi verið 26,4 árið 2015. 27,2 árið 2016 og 29,2 árið 2017. Í yfirlýsingunni segir að Svanhildur Konráðsdóttir hafi verið ráðin í febrúar 2017 og hafi laun hennar verið 1,5 milljón króna á mánuði og þau tóku breytingum samkvæmt kjarasamningi VR. Nú séu þau 1,567.500 krónur á mánuði.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunStjórn Hörpu samþykkti samninginn samhljóða og telur hann vera í samræmi við sambærileg störf. „Laun forstjóra voru ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hún á sig tímabundna launalækkun vegna úrskurðar kjararáðs. Þann 30. desember 2016 voru samþykkt á Alþingi ný lög um kjararáð sem kváðu m.a. á um það að frá 1. júli 2017 skyldu laun forstjóra ríkisfyrirtækja vera ákveðin af stjórnum þeirra en ekki falla undir ákvörðun ráðsins, og var samþykkt stjórnar Hörpu byggð á þeim lögum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir að samið var við forstjórann barst úrskurður kjararáðs um að laun forstjóra skyldu vera 1.308.736 krónur á mánuði. „Því samþykkti forstjóri að umsamin mánaðarlaun skyldu lækka um kr. 191.264 fyrstu tvo mánuðina en samningurinn síðan gilda frá 1. júlí 2017. Umsamin laun eru því 14,6% hærri en niðurstaða kjararáðs. Í samningi við forstjóra eru engin ákvæði um bónusa, auk þess sem innifalin er öll vinna utan venjulegs vinnutíma og seta í stjórnum dótturfélaga.“ Tengdar fréttir Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Laun forstjóra Hörpu hafa ekki hækkað um 20 prósent, heldur 16,8. Þá hafa launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili, heldur yfir fjögur ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Hörpu ohf. Þar segir að árið 2014 hafi laun stjórnar og forstjóra félagsins hafi verið 25 milljónir. Þær hafi verið 26,4 árið 2015. 27,2 árið 2016 og 29,2 árið 2017. Í yfirlýsingunni segir að Svanhildur Konráðsdóttir hafi verið ráðin í febrúar 2017 og hafi laun hennar verið 1,5 milljón króna á mánuði og þau tóku breytingum samkvæmt kjarasamningi VR. Nú séu þau 1,567.500 krónur á mánuði.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunStjórn Hörpu samþykkti samninginn samhljóða og telur hann vera í samræmi við sambærileg störf. „Laun forstjóra voru ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hún á sig tímabundna launalækkun vegna úrskurðar kjararáðs. Þann 30. desember 2016 voru samþykkt á Alþingi ný lög um kjararáð sem kváðu m.a. á um það að frá 1. júli 2017 skyldu laun forstjóra ríkisfyrirtækja vera ákveðin af stjórnum þeirra en ekki falla undir ákvörðun ráðsins, og var samþykkt stjórnar Hörpu byggð á þeim lögum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir að samið var við forstjórann barst úrskurður kjararáðs um að laun forstjóra skyldu vera 1.308.736 krónur á mánuði. „Því samþykkti forstjóri að umsamin mánaðarlaun skyldu lækka um kr. 191.264 fyrstu tvo mánuðina en samningurinn síðan gilda frá 1. júlí 2017. Umsamin laun eru því 14,6% hærri en niðurstaða kjararáðs. Í samningi við forstjóra eru engin ákvæði um bónusa, auk þess sem innifalin er öll vinna utan venjulegs vinnutíma og seta í stjórnum dótturfélaga.“
Tengdar fréttir Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00