Gölluð almannatryggingalöggjöf veldur of miklum skerðingum segja sérfræðingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2018 18:41 Sjö af hverjum tíu ellilífeyrisþegum eru með lægri tekjur en viðmið Velferðarráðuneytisins segir til um. Þá halda ellilífeyrisþegar eftir um þrettán þúsund krónum af hverjum fimmtíu þúsundum sem þeir fá greitt úr lífeyrissjóði. Þetta segir sérfræðingur í velferðarrannsóknum, of margir búi við fátækt. Breyting á almannatryggingalöggjöfinni tók gildi í ársbyrjun 2017. Harpa Njáls, sérfræðingur í velferðarrannsóknum, segir að eftir þær sé stærsti hluti ellilífeyrisþega með lægri ráðstöfunartekjur en dæmigert viðmið velferðarráðuneytisins ef húsnæðiskostnaði sé bætt ofaná. „Ég myndi segja að það væri 70%,“ segir Harpa. Harpa segir að frítekjumörk atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna hafi verið afnumin við breytingar á almannatryggingakrefinu en eitt almennt frítekjumark lögfest upp á 25.000 krónur. Þá hafi skerðingar verið hertar. Þetta þýði að mun meira sé tekið af ellilífeyrisþegum nú en áður og lítið verði eftir af lífeyrissjóðsgreiðslum. „Fyrir hverjar fimmtíu þúsund krónur sem einstaklingur hefur úr lífeyrissjóði heldur hann rúmum þrettán þúsund krónum.“ Í svipaðan streng tekur Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. „Mönnum finnst sem þeir séu ekki að njóta ávinningsins af því að hafa greitt inní lífeyrissjóði vegna þess hversu tekjutengingarnar eru miklar í almannatryggingakerfinu. Þær eru 40% af almennum lífeyri og allt uppí 56% varðandi heimilisuppbótina. Þessi mikla tekjutenging þekkist hvergi nema á Íslandi,“ segir Þorbjörn. Harpa telur mikilvægt að stjórnvöld geri gagngerar breytingar. Hún nefnir að hækka þurfi ellilífeyrir í þrjúhundruð þúsund krónur, hækka þurfi frítekjumörkin úr tuttugu og fimmþúsund krónum í tvöhundruð þúsund og dregið verði úr skerðingum. Stjórnvöld beri mikla ábyrgð „Það er alfarið hægt að segja að af stærstum hluta er það vegna ákvarðanna ríkisins og vinnumarkaðarins sem fólk lifir við fátækt í dag,“ segir Harpa. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Sjö af hverjum tíu ellilífeyrisþegum eru með lægri tekjur en viðmið Velferðarráðuneytisins segir til um. Þá halda ellilífeyrisþegar eftir um þrettán þúsund krónum af hverjum fimmtíu þúsundum sem þeir fá greitt úr lífeyrissjóði. Þetta segir sérfræðingur í velferðarrannsóknum, of margir búi við fátækt. Breyting á almannatryggingalöggjöfinni tók gildi í ársbyrjun 2017. Harpa Njáls, sérfræðingur í velferðarrannsóknum, segir að eftir þær sé stærsti hluti ellilífeyrisþega með lægri ráðstöfunartekjur en dæmigert viðmið velferðarráðuneytisins ef húsnæðiskostnaði sé bætt ofaná. „Ég myndi segja að það væri 70%,“ segir Harpa. Harpa segir að frítekjumörk atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna hafi verið afnumin við breytingar á almannatryggingakrefinu en eitt almennt frítekjumark lögfest upp á 25.000 krónur. Þá hafi skerðingar verið hertar. Þetta þýði að mun meira sé tekið af ellilífeyrisþegum nú en áður og lítið verði eftir af lífeyrissjóðsgreiðslum. „Fyrir hverjar fimmtíu þúsund krónur sem einstaklingur hefur úr lífeyrissjóði heldur hann rúmum þrettán þúsund krónum.“ Í svipaðan streng tekur Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. „Mönnum finnst sem þeir séu ekki að njóta ávinningsins af því að hafa greitt inní lífeyrissjóði vegna þess hversu tekjutengingarnar eru miklar í almannatryggingakerfinu. Þær eru 40% af almennum lífeyri og allt uppí 56% varðandi heimilisuppbótina. Þessi mikla tekjutenging þekkist hvergi nema á Íslandi,“ segir Þorbjörn. Harpa telur mikilvægt að stjórnvöld geri gagngerar breytingar. Hún nefnir að hækka þurfi ellilífeyrir í þrjúhundruð þúsund krónur, hækka þurfi frítekjumörkin úr tuttugu og fimmþúsund krónum í tvöhundruð þúsund og dregið verði úr skerðingum. Stjórnvöld beri mikla ábyrgð „Það er alfarið hægt að segja að af stærstum hluta er það vegna ákvarðanna ríkisins og vinnumarkaðarins sem fólk lifir við fátækt í dag,“ segir Harpa.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira