Fær greitt þrátt fyrir fjarveru sína í bæjarráði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. nóvember 2018 13:44 Sigurjón Vídalín situr í bæjarráði Árborgar. Vísir Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúi Á-lista, Áfram Árborg í meirihlutasamstarfi listans, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Samfylkingarinnar, hefur mætt á þrjá fundi af þrettán í bæjarráði, frá því nýtt meirihlutasamstarf var kynnt 1. júní í sumar. Í fjarveru hans hafa varamenn listans setið fundi ráðsins og þegið greiðslur auk þess að Sigurjón hefur haldið sínum greiðslum fyrir setu sína í bæjarráði. Á-listinn, Áfram Árborg, saman stendur af Pírötum og Viðreisn. Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 1. nóvember var lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, fulltrúa D-lista í ráðinu, um hver kostnaður sveitarfélagsins sé við að varamaður Á-listans hafi setið flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, það er kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur. Í svari meirihlutans segir að fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fái varamaður greiddar 16.833,- krónur. Varamenn Á-listans hafa setið tíu fundi bæjarráðs. Þá kemur fram að þessi háttur hafi verið viðhafður í bæjaráði sveitarfélagsins að minnsta kosti frá árinu 2003.Heldur föstum greiðslum enda gera reglur ekki ráð fyrir öðruGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Vísir/MHHGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli segir að aðalmaður Á-listans hafi haldið öllum þeim fastagreiðslum sem samþykktir sveitarfélagsins kveða á um þennan tíma, enda geri reglurnar ekki ráð fyrir öðru. Mánaðarleg greiðsla til bæjarráðsfulltrúa er 67.333,- krónur á mánuði og hefur núverandi fulltrúum verið greitt frá 15. júní eftir að nýr meirihluti tilkynnti um samstarf sitt. Aðalfulltrúar fá hins vegar ekki greitt fyrir hvern fund líkt og varamenn.Við í vinnu við VaðlaheiðargöngumBæjarráð Árborgar. Frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður.Mynd/rborgSkýring á slakri fundarsókn aðalfulltrúa Á-listans er að hann hafi verið bundinn af verkefnum sínum vegna Vaðlaheiðarganga og var bundinn lengur en nokkur hafi búist við. Gísli Halldór segir að skyldum Sigurjóns í því verki sé líklega að ljúka í dag eða á morgun. Gísli tekur fram í svari sínu að Sigurjón hafi sinnt skyldum sínum vel á því tímabili sem um ræðir, að öðru leyti en því að hafa misst úr marga fundi í bæjarráði sem haldnir séu á fimmtudögum. Þeir dagar hafi hitt illa á hann. Gísli segir aðalfulltrúann hafa sett sig vel inn í öll mál og upplýst varamenn og undirbúið þá fyrir fundi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins fyrir setu Sigurjóns í bæjarráði frá 15. júní er á þriðja hundrað þúsund og kostnaður vegna varamanna er á annað hundrað þúsund. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúi Á-lista, Áfram Árborg í meirihlutasamstarfi listans, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Samfylkingarinnar, hefur mætt á þrjá fundi af þrettán í bæjarráði, frá því nýtt meirihlutasamstarf var kynnt 1. júní í sumar. Í fjarveru hans hafa varamenn listans setið fundi ráðsins og þegið greiðslur auk þess að Sigurjón hefur haldið sínum greiðslum fyrir setu sína í bæjarráði. Á-listinn, Áfram Árborg, saman stendur af Pírötum og Viðreisn. Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 1. nóvember var lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, fulltrúa D-lista í ráðinu, um hver kostnaður sveitarfélagsins sé við að varamaður Á-listans hafi setið flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, það er kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur. Í svari meirihlutans segir að fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fái varamaður greiddar 16.833,- krónur. Varamenn Á-listans hafa setið tíu fundi bæjarráðs. Þá kemur fram að þessi háttur hafi verið viðhafður í bæjaráði sveitarfélagsins að minnsta kosti frá árinu 2003.Heldur föstum greiðslum enda gera reglur ekki ráð fyrir öðruGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Vísir/MHHGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli segir að aðalmaður Á-listans hafi haldið öllum þeim fastagreiðslum sem samþykktir sveitarfélagsins kveða á um þennan tíma, enda geri reglurnar ekki ráð fyrir öðru. Mánaðarleg greiðsla til bæjarráðsfulltrúa er 67.333,- krónur á mánuði og hefur núverandi fulltrúum verið greitt frá 15. júní eftir að nýr meirihluti tilkynnti um samstarf sitt. Aðalfulltrúar fá hins vegar ekki greitt fyrir hvern fund líkt og varamenn.Við í vinnu við VaðlaheiðargöngumBæjarráð Árborgar. Frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður.Mynd/rborgSkýring á slakri fundarsókn aðalfulltrúa Á-listans er að hann hafi verið bundinn af verkefnum sínum vegna Vaðlaheiðarganga og var bundinn lengur en nokkur hafi búist við. Gísli Halldór segir að skyldum Sigurjóns í því verki sé líklega að ljúka í dag eða á morgun. Gísli tekur fram í svari sínu að Sigurjón hafi sinnt skyldum sínum vel á því tímabili sem um ræðir, að öðru leyti en því að hafa misst úr marga fundi í bæjarráði sem haldnir séu á fimmtudögum. Þeir dagar hafi hitt illa á hann. Gísli segir aðalfulltrúann hafa sett sig vel inn í öll mál og upplýst varamenn og undirbúið þá fyrir fundi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins fyrir setu Sigurjóns í bæjarráði frá 15. júní er á þriðja hundrað þúsund og kostnaður vegna varamanna er á annað hundrað þúsund.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira