Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2018 14:35 Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni. Lögreglan á Suðurnesjum Sindri Þór Stefánsson var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í dómstól í Amsterdam í dag. Sindri var handtekinn í borginni síðastliðið sunnudagskvöld og leiddur fyrir dómara í dag þar sem afstaða var tekin til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum. Dómarinn í máli hans ákvað að taka sér frest til morguns til að fara yfir öll gögn málsins. Sindri var ekki var spurður um afstöðu sína til framsals frá Hollandi til Íslands en það búast má við því að dómarinn spyrja hann á morgun. Samkvæmt svörum frá fjölmiðlafulltrúa dómstólsins í Amsterdam verður Sindri leiddur fyrir dómara klukkan hálf ellefu á morgun og mun dómarinn þá ákveða hvort hann úrskurði Sindra í nítján daga gæsluvarðhald. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði.Flúði frá Íslandi eftir að dómari tók sér frestKvöldið áður en Sindri flúði hafði gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum runnið út en dómari tók sér frest til þriðjudagsmorguns til að íhuga kröfu um framlengingu. Sindri sagði í yfirlýsingu til Fréttablaðsins að hann honum hefði verið sagt að hann væri í reynd frjáls ferða sinna á mánudeginum en ef hann yfirgæfi fangelsið yrði hann handtekinn. Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn. Hann flaug samdægurs til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi í Svíþjóð og hafði ekkert spurst til ferða hans fyrr en hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu hafði borist ábending frá vegfaranda um ferðir hans. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í dómstól í Amsterdam í dag. Sindri var handtekinn í borginni síðastliðið sunnudagskvöld og leiddur fyrir dómara í dag þar sem afstaða var tekin til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum. Dómarinn í máli hans ákvað að taka sér frest til morguns til að fara yfir öll gögn málsins. Sindri var ekki var spurður um afstöðu sína til framsals frá Hollandi til Íslands en það búast má við því að dómarinn spyrja hann á morgun. Samkvæmt svörum frá fjölmiðlafulltrúa dómstólsins í Amsterdam verður Sindri leiddur fyrir dómara klukkan hálf ellefu á morgun og mun dómarinn þá ákveða hvort hann úrskurði Sindra í nítján daga gæsluvarðhald. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði.Flúði frá Íslandi eftir að dómari tók sér frestKvöldið áður en Sindri flúði hafði gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum runnið út en dómari tók sér frest til þriðjudagsmorguns til að íhuga kröfu um framlengingu. Sindri sagði í yfirlýsingu til Fréttablaðsins að hann honum hefði verið sagt að hann væri í reynd frjáls ferða sinna á mánudeginum en ef hann yfirgæfi fangelsið yrði hann handtekinn. Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn. Hann flaug samdægurs til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi í Svíþjóð og hafði ekkert spurst til ferða hans fyrr en hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu hafði borist ábending frá vegfaranda um ferðir hans.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30
Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00