Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv eru komnir áfram eftir 1-0 sigur á Ferencvaros í síðari leik liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar.
Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli en með Ferencvaros leikur Kjartan Henry Finnbogason. Það var þvi allt undir í kvöld.
Eina mark leiksins kom skömmu fyrir leikhlé er Eliran Atar kom Maccabi yfir á Netany leikvanginum í Ísrael. Það reyndist eina mark leiksins.
Ferencvaros er því úr leik en Maccabi er komið áfram í næstu umferð. Viðar spilaði fyrstu 66 mínútur leiksins en Kjartan Henry spilaði allan leikinn fyrir Ferencvaros.
