Setningarnar sem aldrei heyrast frá erlendum ferðamönnum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 16. október 2018 08:30 Ferðamenn á göngu um Almannagjá á Þingvöllum. vísir/vilhelm Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, hjólaði í íslenska okrið í ferðaþjónustunni. Trúlega mun enginn ferðamaður nokkru sinni segja að hann hafi gert góð kaup hér á landi enda landið dýrasti áfangastaður heims samkvæmt OECD. Fréttablaðið tók saman nokkrar setningar sem erlendir ferðamenn munu líklegast aldrei láta falla.„Heyrðu, fyrst bjórinn er svo ódýr ætla ég að fá tvo“ Ísland rukkar gríðarlega mikið fyrir bjórinn og skiptir engu máli hvort hann er innlendur eða erlendur. Samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid opinberaði í maí var bjórinn dýrastur hér á landi en ódýrastur í Víetnam. „Bjórdrykkjumenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir bjóða á línuna á Íslandi,“ sagði í frétt um málið.Áfengi er dýrt á Íslandi.Fréttablaðið/anton brink„Góður þessi innlendi bjór í búðinni“ Bjórinn er ekki kominn í búðir en þó reyna búðir að blekkja ferðamenn. Í frétt frá árinu 2016 kom fram að áfengislausu víni og léttbjór væri stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Sagði varaformaður neytendasamtakanna að verslanir væru í blekkingaleik.Svona er úrvalið ekki í matvörubúðum.Vísir/GVA„Það er svo auðvelt að keyra hér á Íslandi“ Í síðustu könnun Ferðamálastofu gáfu 22,6 prósent ferðamanna vegakerfinu 0-6 í einkunn. Árin 2015 til 2017 slösuðust alls 739 einstaklingar í umferðarslysum tengdum erlendum ökumönnum eða um einn á dag samkvæmt Umferðarþingi í byrjun mánaðarins. Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna.SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON„Öll þessi öryggisgæsla er óþörf“ Lögreglan er undirmönnuð og með enga peninga svo hún sést ekki lengur á vegum landsins, já, sést bara almennt ekki. Trúlega mun enginn útlendingur nokkru sinni kvarta undan of mikilli löggæslu.Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.Vísir/Vilhelm„Góðar almenningssamgöngur“ Í flugstöðinni er svo erfitt að finna skilti um almenningssamgöngur að fáir nýta sér þær. Í könnun Ferðamálastofu sagði einn: „In my eyes Iceland is too touristy, extremely expensive; car is an absolute necessity because so called public transport is incredibly expensive and infrequent for ordinary travelling.“Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/Vilhelm„Manni líður eins og maður sé einn í heiminum“ Í könnun sem Ferðamálastofa gerði í fyrra þar sem ferðamenn voru spurðir: Hvers vegna ertu ekki líklegri til að mæla með Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn? kom fram í nokkrum svörum að fyrir utan að landið væri óheyrilega dýrt væri það of túristalegt. „Everyone doing the same things, going the same places. It’s not that I would not recommend it.“ Glöggt er gestsaugað.Norðurljósin heilla.„Ég sá fullt af norðurljósum í sumar“ Það er sko ekki hægt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, hjólaði í íslenska okrið í ferðaþjónustunni. Trúlega mun enginn ferðamaður nokkru sinni segja að hann hafi gert góð kaup hér á landi enda landið dýrasti áfangastaður heims samkvæmt OECD. Fréttablaðið tók saman nokkrar setningar sem erlendir ferðamenn munu líklegast aldrei láta falla.„Heyrðu, fyrst bjórinn er svo ódýr ætla ég að fá tvo“ Ísland rukkar gríðarlega mikið fyrir bjórinn og skiptir engu máli hvort hann er innlendur eða erlendur. Samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid opinberaði í maí var bjórinn dýrastur hér á landi en ódýrastur í Víetnam. „Bjórdrykkjumenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir bjóða á línuna á Íslandi,“ sagði í frétt um málið.Áfengi er dýrt á Íslandi.Fréttablaðið/anton brink„Góður þessi innlendi bjór í búðinni“ Bjórinn er ekki kominn í búðir en þó reyna búðir að blekkja ferðamenn. Í frétt frá árinu 2016 kom fram að áfengislausu víni og léttbjór væri stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Sagði varaformaður neytendasamtakanna að verslanir væru í blekkingaleik.Svona er úrvalið ekki í matvörubúðum.Vísir/GVA„Það er svo auðvelt að keyra hér á Íslandi“ Í síðustu könnun Ferðamálastofu gáfu 22,6 prósent ferðamanna vegakerfinu 0-6 í einkunn. Árin 2015 til 2017 slösuðust alls 739 einstaklingar í umferðarslysum tengdum erlendum ökumönnum eða um einn á dag samkvæmt Umferðarþingi í byrjun mánaðarins. Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna.SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON„Öll þessi öryggisgæsla er óþörf“ Lögreglan er undirmönnuð og með enga peninga svo hún sést ekki lengur á vegum landsins, já, sést bara almennt ekki. Trúlega mun enginn útlendingur nokkru sinni kvarta undan of mikilli löggæslu.Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.Vísir/Vilhelm„Góðar almenningssamgöngur“ Í flugstöðinni er svo erfitt að finna skilti um almenningssamgöngur að fáir nýta sér þær. Í könnun Ferðamálastofu sagði einn: „In my eyes Iceland is too touristy, extremely expensive; car is an absolute necessity because so called public transport is incredibly expensive and infrequent for ordinary travelling.“Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/Vilhelm„Manni líður eins og maður sé einn í heiminum“ Í könnun sem Ferðamálastofa gerði í fyrra þar sem ferðamenn voru spurðir: Hvers vegna ertu ekki líklegri til að mæla með Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn? kom fram í nokkrum svörum að fyrir utan að landið væri óheyrilega dýrt væri það of túristalegt. „Everyone doing the same things, going the same places. It’s not that I would not recommend it.“ Glöggt er gestsaugað.Norðurljósin heilla.„Ég sá fullt af norðurljósum í sumar“ Það er sko ekki hægt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira