Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 11:15 Orð Tyrklandsforseta benda til þess að reynt hafi verið að fela verksummerki á ræðisskrifstofunni þar sem Khashoggi á að hafa verið myrtur. Vísir/EPA Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að merki séu um að málað hafi verið yfir hluti á ræðismannskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl þar sem talið er að Jamal Khashoggi, blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur fyrir tveimur vikum. Tyrkneska lögreglan fékk loks að fara inn á skrifstofuna í gær. Síðast spurðist til Khashoggi þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa upptöku sem bendi til þess að hann hafi verið pyntaður og myrtur þar. Lík hans hafi jafnvel verið bútað niður í flutt af skrifstofunni. Sádar hafa þvertekið fyrir það en nýjustu fregnir herma að þeir undirbúi nú skýrslu þar sem komi fram að Khashoggi hafi látist við yfirheyrslu. Ætlunin hafi verið að taka hann höndum og flytja til Sádí-Arabíu. Erdogan segist vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar á ræðismannsskrifstofunni liggi fyrir sem fyrst. Rannsóknin beinist meðal annars að eiturefnum og hlutum sem hafi verið látnir hverfa með því að mála yfir þá, að því er segir í frétt Reuters. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar með konungi Sádí-Arabíu vegna hvarfs Khashoggi í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konunginn í síma í gær og sagði eftir símtalið að konungurinn hefði neitað því algerlega að Sádar hefðu komið nálægt því. Ýjaði Trump að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað ráðið Khashoggi bana. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var með dvalarleyfi. Þar skrifaði hann pistla fyrir Washington Post þar sem hann lýsti gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Sádí-Arabíu. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að merki séu um að málað hafi verið yfir hluti á ræðismannskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl þar sem talið er að Jamal Khashoggi, blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur fyrir tveimur vikum. Tyrkneska lögreglan fékk loks að fara inn á skrifstofuna í gær. Síðast spurðist til Khashoggi þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa upptöku sem bendi til þess að hann hafi verið pyntaður og myrtur þar. Lík hans hafi jafnvel verið bútað niður í flutt af skrifstofunni. Sádar hafa þvertekið fyrir það en nýjustu fregnir herma að þeir undirbúi nú skýrslu þar sem komi fram að Khashoggi hafi látist við yfirheyrslu. Ætlunin hafi verið að taka hann höndum og flytja til Sádí-Arabíu. Erdogan segist vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar á ræðismannsskrifstofunni liggi fyrir sem fyrst. Rannsóknin beinist meðal annars að eiturefnum og hlutum sem hafi verið látnir hverfa með því að mála yfir þá, að því er segir í frétt Reuters. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar með konungi Sádí-Arabíu vegna hvarfs Khashoggi í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konunginn í síma í gær og sagði eftir símtalið að konungurinn hefði neitað því algerlega að Sádar hefðu komið nálægt því. Ýjaði Trump að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað ráðið Khashoggi bana. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var með dvalarleyfi. Þar skrifaði hann pistla fyrir Washington Post þar sem hann lýsti gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Sádí-Arabíu.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30
Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20
Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23