Ekki hægt að trufla Heimi því hann er ekki með kveikt á símanum Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 15:30 Heimir Hallgrímsson virðist geta haldið uppi vestum með mættinum einum saman. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Sjá meira