Síðasti möguleiki gullkynslóðarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2018 14:00 Luca Modric. Vísir/EPA Í fyrsta sinn síðan 1998 eru Króatar komnir í 16-liða úrslit á heimsmeistaramóti. Króatía gerði nóg til að vinna Nígeríu 2-0 í fyrsta leik sínum en rúllaði svo yfir Argentínu, 3-0, í öðrum leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir hlé settu Króatar í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk. Með sigrinum tryggði Króatía sér sæti í 16-liða úrslitum og liðið er svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Einhverjar hamfarir þurfa að eiga sér stað til að það gerist ekki. Króatar munu því nýta tækifærið gegn Íslendingum og hvíla lykilmenn í kvöld. Króatía sló í gegn á fyrstu tveimur stórmótunum eftir að landið fékk sjálfstæði. Króatar komust í 8-liða úrslit á EM 1996 og unnu brons á HM tveimur árum síðar. Frammistaðan á stórmótum síðan hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Króatía komst í 8-liða úrslit á EM 2008 og 16-liða úrslit á EM 2016 en hefur annars alltaf fallið út í riðlakeppninni. Mannskapurinn og hæfileikarnir hafa aldrei verið vandamál hjá Króatíu og eru það svo sannarlega ekki núna. Í leiknum gegn Argentínu voru leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus, Liverpool, Inter og Atlético Madrid í byrjunarliði Króatíu. Stærstu stjörnurnar verða hvíldar gegn Íslandi en það eru engir aukvisar sem koma inn. Og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir séu traustsins verðir. Líkt og íslenska liðið er það króatíska í eldri kantinum. Til marks um það var meðalaldur byrjunarliðsins gegn Argentínu næstum því 29 ár. Og kynslóðin frábæra sem kom fram á EM 2008 er því að renna út á tíma. Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic hafa unnið allt sem hægt er að vinna með sínum félagsliðum en árangurinn með landsliðinu er heldur fátæklegur. Hluti ástæðunnar er að það hefur gengið erfiðlega að finna rétta þjálfarann fyrir þennan hóp. Síðan Slaven Bilic hætti eftir EM 2012 hefur Króatía haft fjóra þjálfara. Sá sem er nú við stjórnvölinn, Zlatko Dalic, var ráðinn rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM og tókst ætlunarverkið; að koma Króötum til Rússlands. Dalic hefur gert vel hingað til en það ber að hafa í huga að Ante Cacic stýrði Króötum til sigurs í öllum leikjunum í riðlakeppni EM 2016 áður en liðið féll úr leik fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Það er því ekkert í hendi enn. Reynslan hefur kennt króatíska liðinu það. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Í fyrsta sinn síðan 1998 eru Króatar komnir í 16-liða úrslit á heimsmeistaramóti. Króatía gerði nóg til að vinna Nígeríu 2-0 í fyrsta leik sínum en rúllaði svo yfir Argentínu, 3-0, í öðrum leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir hlé settu Króatar í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk. Með sigrinum tryggði Króatía sér sæti í 16-liða úrslitum og liðið er svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Einhverjar hamfarir þurfa að eiga sér stað til að það gerist ekki. Króatar munu því nýta tækifærið gegn Íslendingum og hvíla lykilmenn í kvöld. Króatía sló í gegn á fyrstu tveimur stórmótunum eftir að landið fékk sjálfstæði. Króatar komust í 8-liða úrslit á EM 1996 og unnu brons á HM tveimur árum síðar. Frammistaðan á stórmótum síðan hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Króatía komst í 8-liða úrslit á EM 2008 og 16-liða úrslit á EM 2016 en hefur annars alltaf fallið út í riðlakeppninni. Mannskapurinn og hæfileikarnir hafa aldrei verið vandamál hjá Króatíu og eru það svo sannarlega ekki núna. Í leiknum gegn Argentínu voru leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus, Liverpool, Inter og Atlético Madrid í byrjunarliði Króatíu. Stærstu stjörnurnar verða hvíldar gegn Íslandi en það eru engir aukvisar sem koma inn. Og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir séu traustsins verðir. Líkt og íslenska liðið er það króatíska í eldri kantinum. Til marks um það var meðalaldur byrjunarliðsins gegn Argentínu næstum því 29 ár. Og kynslóðin frábæra sem kom fram á EM 2008 er því að renna út á tíma. Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic hafa unnið allt sem hægt er að vinna með sínum félagsliðum en árangurinn með landsliðinu er heldur fátæklegur. Hluti ástæðunnar er að það hefur gengið erfiðlega að finna rétta þjálfarann fyrir þennan hóp. Síðan Slaven Bilic hætti eftir EM 2012 hefur Króatía haft fjóra þjálfara. Sá sem er nú við stjórnvölinn, Zlatko Dalic, var ráðinn rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM og tókst ætlunarverkið; að koma Króötum til Rússlands. Dalic hefur gert vel hingað til en það ber að hafa í huga að Ante Cacic stýrði Króötum til sigurs í öllum leikjunum í riðlakeppni EM 2016 áður en liðið féll úr leik fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Það er því ekkert í hendi enn. Reynslan hefur kennt króatíska liðinu það.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira