Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Henry Birgir Gunnarsson á Rostov Arena skrifar 26. júní 2018 20:07 Emil var eins og kóngur í ríki sínu í kvöld. vísir/getty Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45