Orkuveitan ætlar að skipta um útveggi og hafa þá lóðrétta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2018 13:29 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar sem steig tímabundið til hliðar á dögunum, kynnti stöðuna á blaðamannafundi í ágúst þar sem sýndi voru dæmi um rakaskemmdir innandyra í vesturhúsi höfuðstöðva OR. Að skipta um alla útveggi á Vesturhúsi Orkuveitu Reykjavíkur er hagkvæmasti og öruggasti kosturinn til að ráða niðurlögum rakaskemmda í húsinu. Þetta er mat sérfræðinga sem greint hafa málið að því er segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Greiningin hefur staðið yfir undanfarið ár. Útveggjunum verður skipt út en burðarvirki og gólf halda sér. „Áður en lokaákvörðun um framhaldið verður tekin verður verkfræðihönnun boðin út. Hönnunin er forsenda vandaðrar kostnaðaráætlunar fyrir viðgerðina. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar sú áætlun liggur fyrir,“ segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Vesturhúsið hefur nú staðið autt í rúmt ár. Á blaðamannafundi fyrir rúmu ári greindu stjórnendur OR frá því að umfangsmiklar rakaskemmdir væru í svokölluðu Vesturhúsi við Bæjarháls. Þá þegar hafði verið reynt að gera við hluta útveggjanna en árangur viðgerðanna þótti óviðunandi. Nokkrar hugmyndir að lausn voru þá kynntar og hafa þær verið til skoðunar síðan. Kostnaður við hverja og eina var áætluð um sjö milljarða króna að lágmarki en þar var kaupverð hússins, um fimm milljarðar króna, innifalið.Nýtt, hógværara og látlausara yfirbragð Sú leið sem nú fer í ítarlegri hönnun er byggð á eftirfarandi grundvallarsjónarmiðum: • Beitt verði viðurkenndum lausnum og útfærslum við viðgerð. • Hagkvæmni í byggingu og rekstri verði höfð að leiðarljósi. • Heilir hlutar Vesturhússins nýtist svo sem hægt er, burðarvirki, gólfplötur, loftræsikerfi og fleira. • Húsið fái hógværara og lágstemmdara yfirbragð. • Skrifstofurýmin verði sveigjanleg og heilsusamleg. „Framangreind sjónarmið hafa meðal annars leitt af sér að formi útveggja hússins verði breytt. Í stað þess að þrjár hliðar hússins slúti fram yfir sig, eins og nú er, verði allir útveggir þess lóðréttir. Með því má beita byggingaraðferðum sem góð reynsla er af við íslenskar aðstæður. Áhætta og kostnaður af því að viðhalda núverandi lögun útveggjanna, hvaða leið sem að öðru leyti yrði farin, eru talin útiloka slíkan kost,“ segir í tilkynningu Orkuveitunnar. Gengið er út frá því að flatarmál hússins haldist nokkurn veginn óbreytt. Á næstu mánuðum verði unnið að frekari hönnun á þessum forsendum. Stjórn OR mun taka ákvörðun um framhaldið þegar tillaga um tilhögun liggur fyrir ásamt ítarlegri kostnaðaráætlun. Stefnt er að því í vor. Þegar ljóst varð hve miklar skemmdir voru á Vesturhúsinu leitaði OR til Héraðsdóms Reykjavíkur um að kalla til matsmenn til að meta umfang og eðli skemmdanna, orsakir og hugsanlega ábyrgð á þeim. Matsmenn eru nú að störfum. OR mun byggja ákvörðun um hugsanlegar bótakröfur á niðurstöðu matsins. Ekki er vitað hvenær niðurstöður liggja fyrir. Tengdar fréttir Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02 Rakaskemmdir og mygla: Stefnir í þúsundir málaferla vegna illa byggðra húsa Verkfræðingur og líffræðingur hjá Eflu segja að þúsundir íbúða hafi verið illa byggðar á síðustu 10 til 15 árum og stefnir í röð málaferla. 13. desember 2017 11:15 Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Að skipta um alla útveggi á Vesturhúsi Orkuveitu Reykjavíkur er hagkvæmasti og öruggasti kosturinn til að ráða niðurlögum rakaskemmda í húsinu. Þetta er mat sérfræðinga sem greint hafa málið að því er segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Greiningin hefur staðið yfir undanfarið ár. Útveggjunum verður skipt út en burðarvirki og gólf halda sér. „Áður en lokaákvörðun um framhaldið verður tekin verður verkfræðihönnun boðin út. Hönnunin er forsenda vandaðrar kostnaðaráætlunar fyrir viðgerðina. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar sú áætlun liggur fyrir,“ segir í tilkynningu frá Orkuveitunni. Vesturhúsið hefur nú staðið autt í rúmt ár. Á blaðamannafundi fyrir rúmu ári greindu stjórnendur OR frá því að umfangsmiklar rakaskemmdir væru í svokölluðu Vesturhúsi við Bæjarháls. Þá þegar hafði verið reynt að gera við hluta útveggjanna en árangur viðgerðanna þótti óviðunandi. Nokkrar hugmyndir að lausn voru þá kynntar og hafa þær verið til skoðunar síðan. Kostnaður við hverja og eina var áætluð um sjö milljarða króna að lágmarki en þar var kaupverð hússins, um fimm milljarðar króna, innifalið.Nýtt, hógværara og látlausara yfirbragð Sú leið sem nú fer í ítarlegri hönnun er byggð á eftirfarandi grundvallarsjónarmiðum: • Beitt verði viðurkenndum lausnum og útfærslum við viðgerð. • Hagkvæmni í byggingu og rekstri verði höfð að leiðarljósi. • Heilir hlutar Vesturhússins nýtist svo sem hægt er, burðarvirki, gólfplötur, loftræsikerfi og fleira. • Húsið fái hógværara og lágstemmdara yfirbragð. • Skrifstofurýmin verði sveigjanleg og heilsusamleg. „Framangreind sjónarmið hafa meðal annars leitt af sér að formi útveggja hússins verði breytt. Í stað þess að þrjár hliðar hússins slúti fram yfir sig, eins og nú er, verði allir útveggir þess lóðréttir. Með því má beita byggingaraðferðum sem góð reynsla er af við íslenskar aðstæður. Áhætta og kostnaður af því að viðhalda núverandi lögun útveggjanna, hvaða leið sem að öðru leyti yrði farin, eru talin útiloka slíkan kost,“ segir í tilkynningu Orkuveitunnar. Gengið er út frá því að flatarmál hússins haldist nokkurn veginn óbreytt. Á næstu mánuðum verði unnið að frekari hönnun á þessum forsendum. Stjórn OR mun taka ákvörðun um framhaldið þegar tillaga um tilhögun liggur fyrir ásamt ítarlegri kostnaðaráætlun. Stefnt er að því í vor. Þegar ljóst varð hve miklar skemmdir voru á Vesturhúsinu leitaði OR til Héraðsdóms Reykjavíkur um að kalla til matsmenn til að meta umfang og eðli skemmdanna, orsakir og hugsanlega ábyrgð á þeim. Matsmenn eru nú að störfum. OR mun byggja ákvörðun um hugsanlegar bótakröfur á niðurstöðu matsins. Ekki er vitað hvenær niðurstöður liggja fyrir.
Tengdar fréttir Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02 Rakaskemmdir og mygla: Stefnir í þúsundir málaferla vegna illa byggðra húsa Verkfræðingur og líffræðingur hjá Eflu segja að þúsundir íbúða hafi verið illa byggðar á síðustu 10 til 15 árum og stefnir í röð málaferla. 13. desember 2017 11:15 Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00
Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02
Rakaskemmdir og mygla: Stefnir í þúsundir málaferla vegna illa byggðra húsa Verkfræðingur og líffræðingur hjá Eflu segja að þúsundir íbúða hafi verið illa byggðar á síðustu 10 til 15 árum og stefnir í röð málaferla. 13. desember 2017 11:15
Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45