Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur borgaði ríflega 219 milljónir króna fyrir útveggjakerfið umdeilda sem virðist hafa brugðist með þeim afleiðingum að rakaskemmdir og mygla hafa gert vesturhús höfuðstöðva fyrirtækisins ónothæft. Áætlað er að það muni kosta um og yfir tvo milljarða að gera nauðsynlegar úrbætur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina sagði forstjóri verktakafyrirtækisins sem byggði höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á sínum tíma, ÞG Verk, að OR hafi látið hanna útveggjakerfið fyrir sig og keypt það fullframleitt til uppsetningar. Eina sem ÞG Verk hafi gert var að setja það upp samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Taldi forstjórinn því engan grundvöll fyrir skaðabótamáli á hendur fyrirtækinu vegna uppsetningarinnar. Í skýrslu sem OR lét verkfræðistofuna Eflu vinna fyrir sig kemur fram að margs konar ágallar hafi verið á uppsetningu útveggja með þeim afleiðingum að þeir reyndust hriplekir. Samkvæmt upplýsingum frá OR var umrætt útveggjakerfi framleitt af danska fyrirtækinu HS Hansen og keypt af BYKO, umboðsaðila þess hér á landi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að farið hafi verið í útboð á sínum tíma og tilboði BYKO upp á 219.422.258 krónur hafi verið tekið í desember 2001. Að núvirði gerir þessi upphæð ríflega 442 milljónir króna. Aðspurður hvort leitað hafi verið álits hjá framleiðandanum á því hvort útveggjakerfið hafi verið illa eða ranglega sett upp segir Eiríkur að óháður dómkvaddur matsmaður verði fenginn til að skera úr um það. „…til að fara yfir ástæður þeirra skemmda sem eru á byggingunni og fá óvilhallt álit á því hvað leiddi til þessa mikla tjóns sem er á húsinu. Að fengnu slíku mati mun OR meta lagalega stöðu fyrirtækisins með tilliti til hugsanlegra krafna um bætur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur borgaði ríflega 219 milljónir króna fyrir útveggjakerfið umdeilda sem virðist hafa brugðist með þeim afleiðingum að rakaskemmdir og mygla hafa gert vesturhús höfuðstöðva fyrirtækisins ónothæft. Áætlað er að það muni kosta um og yfir tvo milljarða að gera nauðsynlegar úrbætur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina sagði forstjóri verktakafyrirtækisins sem byggði höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á sínum tíma, ÞG Verk, að OR hafi látið hanna útveggjakerfið fyrir sig og keypt það fullframleitt til uppsetningar. Eina sem ÞG Verk hafi gert var að setja það upp samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Taldi forstjórinn því engan grundvöll fyrir skaðabótamáli á hendur fyrirtækinu vegna uppsetningarinnar. Í skýrslu sem OR lét verkfræðistofuna Eflu vinna fyrir sig kemur fram að margs konar ágallar hafi verið á uppsetningu útveggja með þeim afleiðingum að þeir reyndust hriplekir. Samkvæmt upplýsingum frá OR var umrætt útveggjakerfi framleitt af danska fyrirtækinu HS Hansen og keypt af BYKO, umboðsaðila þess hér á landi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að farið hafi verið í útboð á sínum tíma og tilboði BYKO upp á 219.422.258 krónur hafi verið tekið í desember 2001. Að núvirði gerir þessi upphæð ríflega 442 milljónir króna. Aðspurður hvort leitað hafi verið álits hjá framleiðandanum á því hvort útveggjakerfið hafi verið illa eða ranglega sett upp segir Eiríkur að óháður dómkvaddur matsmaður verði fenginn til að skera úr um það. „…til að fara yfir ástæður þeirra skemmda sem eru á byggingunni og fá óvilhallt álit á því hvað leiddi til þessa mikla tjóns sem er á húsinu. Að fengnu slíku mati mun OR meta lagalega stöðu fyrirtækisins með tilliti til hugsanlegra krafna um bætur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45