Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur borgaði ríflega 219 milljónir króna fyrir útveggjakerfið umdeilda sem virðist hafa brugðist með þeim afleiðingum að rakaskemmdir og mygla hafa gert vesturhús höfuðstöðva fyrirtækisins ónothæft. Áætlað er að það muni kosta um og yfir tvo milljarða að gera nauðsynlegar úrbætur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina sagði forstjóri verktakafyrirtækisins sem byggði höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á sínum tíma, ÞG Verk, að OR hafi látið hanna útveggjakerfið fyrir sig og keypt það fullframleitt til uppsetningar. Eina sem ÞG Verk hafi gert var að setja það upp samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Taldi forstjórinn því engan grundvöll fyrir skaðabótamáli á hendur fyrirtækinu vegna uppsetningarinnar. Í skýrslu sem OR lét verkfræðistofuna Eflu vinna fyrir sig kemur fram að margs konar ágallar hafi verið á uppsetningu útveggja með þeim afleiðingum að þeir reyndust hriplekir. Samkvæmt upplýsingum frá OR var umrætt útveggjakerfi framleitt af danska fyrirtækinu HS Hansen og keypt af BYKO, umboðsaðila þess hér á landi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að farið hafi verið í útboð á sínum tíma og tilboði BYKO upp á 219.422.258 krónur hafi verið tekið í desember 2001. Að núvirði gerir þessi upphæð ríflega 442 milljónir króna. Aðspurður hvort leitað hafi verið álits hjá framleiðandanum á því hvort útveggjakerfið hafi verið illa eða ranglega sett upp segir Eiríkur að óháður dómkvaddur matsmaður verði fenginn til að skera úr um það. „…til að fara yfir ástæður þeirra skemmda sem eru á byggingunni og fá óvilhallt álit á því hvað leiddi til þessa mikla tjóns sem er á húsinu. Að fengnu slíku mati mun OR meta lagalega stöðu fyrirtækisins með tilliti til hugsanlegra krafna um bætur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur borgaði ríflega 219 milljónir króna fyrir útveggjakerfið umdeilda sem virðist hafa brugðist með þeim afleiðingum að rakaskemmdir og mygla hafa gert vesturhús höfuðstöðva fyrirtækisins ónothæft. Áætlað er að það muni kosta um og yfir tvo milljarða að gera nauðsynlegar úrbætur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina sagði forstjóri verktakafyrirtækisins sem byggði höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á sínum tíma, ÞG Verk, að OR hafi látið hanna útveggjakerfið fyrir sig og keypt það fullframleitt til uppsetningar. Eina sem ÞG Verk hafi gert var að setja það upp samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Taldi forstjórinn því engan grundvöll fyrir skaðabótamáli á hendur fyrirtækinu vegna uppsetningarinnar. Í skýrslu sem OR lét verkfræðistofuna Eflu vinna fyrir sig kemur fram að margs konar ágallar hafi verið á uppsetningu útveggja með þeim afleiðingum að þeir reyndust hriplekir. Samkvæmt upplýsingum frá OR var umrætt útveggjakerfi framleitt af danska fyrirtækinu HS Hansen og keypt af BYKO, umboðsaðila þess hér á landi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að farið hafi verið í útboð á sínum tíma og tilboði BYKO upp á 219.422.258 krónur hafi verið tekið í desember 2001. Að núvirði gerir þessi upphæð ríflega 442 milljónir króna. Aðspurður hvort leitað hafi verið álits hjá framleiðandanum á því hvort útveggjakerfið hafi verið illa eða ranglega sett upp segir Eiríkur að óháður dómkvaddur matsmaður verði fenginn til að skera úr um það. „…til að fara yfir ástæður þeirra skemmda sem eru á byggingunni og fá óvilhallt álit á því hvað leiddi til þessa mikla tjóns sem er á húsinu. Að fengnu slíku mati mun OR meta lagalega stöðu fyrirtækisins með tilliti til hugsanlegra krafna um bætur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45