Trillukarl fór skógarferð í hérað vegna gallalauss gírs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 10:15 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Trillukarl sem krafðist þess fyrir dómi að fá gír bættan frá fyrirtækinu sem seldi honum gírinn þarf að greiða allan málskostnað í málinu auk álags vegna þarflausrar málsóknar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi þegar málið var tekið fyrir. Maðurinn hafði þegar fengið bætur frá tryggingarfélagi hans vegna tjónsins sem hann vildi að fyrirtækið bætti.Málið má rekja til þess að árið 2011 leitaði maðurinn tilboðs í vél og vélarhluti þar sem hann var að gera upp trillu. Keypti hann vél, gír og vélarhluti af fyrirtækinu. Rúmlega ári síðar fór hann í fyrsta róður á bátnum en lenti þar í óhappi. Fékk hann kaðal í skrúfuna þegar hann kúplaði áfram og vélin stöðvaðist umsvifalaust. Maðurinn notaði bátinn í nokkur skipti eftir óhappið en skömmu síðar hætti gír vélarinnar að virka.Aðilar málsins voru hins vegar ekki sammála um hvað gerðist næst. Maðurinn sagðist hafa haft samband við fyrirtækið, upplýst starfsmenn þar um vandamál með gírinn og að hann hafi lent í óhappi í fyrstu sjóferðinni. Honum hafi svo verið ráðlagt að leita til vélfræðings. Fyrirtækið hafi svo ákveðið að panta nýjan gír og það hafi afhent honum nýjan gír sér að kostnaðarlausu.Þessu voru forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sammála. Sögðust þeir ekki hafa fengið upplýsingar um að kaðall hefði fest í skrúfu bátsins, aðeins að gírinn virkaði ekki sem skyldi. Þær ráðleggingar sem fyrirtækið gaf manninum hafi verið byggðar á því. Fyrirtækið hafi svo talið að gírinn hafi verið gallaður og pantað nýjan fyrir manninn. Fyrirtækið taldi hins vegar að tryggingarfélag, framleiðandi eða maðurinn myndi þurfa að bera kostnað af tjóninu og því var ákveðið að bíða með að gefa út reikning. Maðurinn gerir út litla trillu og taldi sig eiga rétt á bótum vegna óveidds afla.Fréttablaðið/EyþórGerði kröfu um bætur vegna óveidds afla Maðurinn gerði einnig kröfu um kostnað vegna aksturskostnaðar en hann sagðist í fjórgang hafa þurft að aka frá Gjögri til Hafnarfjarðar, 1280 kílómetra samtals, þar sem á nýja gírinn hafi vantað stýrisarm. Maðurinn hafði áður en málið komst til kasta dómstóla leitað til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa sem í tvígang komst að þeirri niðurstöðu að gírinn hafi ekki verið gallaður og að rekja mætti ástæður þess að gírinn hætti að virka til mannsins og viðbragða hans eftir óhappið sem báturinn varð fyrir í jómfrúarferðinni.Maðurinn krafðist alls 1,3 milljóna króna í bætur vegna málsins, þar á meðal 852.222 króna í bætur vegna tapaðs afla og 146.994 króna vegna akstursins fram og til baka frá Gjögri til Hafnarfjarðar auk endurgreiðslu vegna hins nýja gírs sem pantaður var.Fyrirtækið hafnaði öllum kröfum mannsins og sagði fullyrðingar hans í málinu bæði vera rangar og ósannaðar. Fyrirtækið bæri á engan hátt ábyrgð á tjóni mannsins, ósannað væri að eitthvað hafi verið að gírnum auk þess sem að kröfur mannsins um bætur vegna tapaðs afla sem og aksturskostnaðar væru úr lausu lofti gripnar. Þá gerði fyrirtækið einnig kröfu um að maðurinn greiddi allan málskostnað í málinu auk álags þar sem málsóknin væri tilhæfulaus. Þá kallaði félagið einnig eftir gögnum um hvort að maðurinn hafi fengið tjón sitt bætt að einhverju leyti frá tryggingarfélagi.Viðurkenndi að „hálfpartinn hafa tekið þátt í tryggingarsvindli“ Í niðurstöðukafla dómsins er dómarinn nokkuð harðorður í garð mannsins. Þar kemur fram að við skýrslutöku fyrir dómi hafi maðurinn viðurkennt að hafa fengið bætur frá tryggingarfélaginu, að eigin sögn 149.200 krónur, en hann gat þó ekki framvísað neinum gögnum um hversu há upphæðin hafi verið. Þá kemur einnig fram að maðurinn hafi fyrir dómi sagst „hálfpartinn hafa tekið þátt í tryggingarsvindli með því að taka á móti bótum frá tryggingarfélaginu.“Þá var það að mati dómsins ósannað að gírinn hafi verið gallaður en í dóminum segir að „fyrir dómi hafa engin gögn verið lögð fram um galla á gírnum. Þvert á móti er það álit allra sem hafa komið að skoðun gírsins að ekkert sjái á honum.“Auk þess segir að að maðurinn hafi ekki sagt satt er hann kvaðst hafa farið fjórar ferðir til og frá Gjögri en í dóminum segir að fyrir liggi að maðurinn hafi ekki ekið allar þessir ferðir. Í eitt skipti hafi annar maður farið með gírinn til Hafnarfjarðar fyrir manninn auk þess sem að í annað skipti hafi hann verið staddur í Vestmannaeyjum og því átt leið framhjá Reykjavík á leið sinni norður.„Stefnandi getur ekki miðað kostnað sinn af akstri við ferðakostnaðarreglur ríkisins heldur bar honum að sýna fram á raunverulegan kostnað við akstur. Þá reyndi stefnandi ekki að takmarka tjón sitt með því að fá hlutinn sendan til sín með pósti,“ segir í dóminum.Hafnaði dómurinn öllum kröfum mannsins og dæmdi hann auk þess til að greiða sérstakt álag á málskostnað þar sem hann hafi haldið fram staðhæfingum sem hann vissi að væru rangar. Þá væri ljóst af öllum gögnum málsins að málsóknin hafi verið þarflaus. Þarf maðurinn því að greiða fyrirtækinu 2,5 milljónir í málskostnað vegna málsins.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Trillukarl sem krafðist þess fyrir dómi að fá gír bættan frá fyrirtækinu sem seldi honum gírinn þarf að greiða allan málskostnað í málinu auk álags vegna þarflausrar málsóknar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi þegar málið var tekið fyrir. Maðurinn hafði þegar fengið bætur frá tryggingarfélagi hans vegna tjónsins sem hann vildi að fyrirtækið bætti.Málið má rekja til þess að árið 2011 leitaði maðurinn tilboðs í vél og vélarhluti þar sem hann var að gera upp trillu. Keypti hann vél, gír og vélarhluti af fyrirtækinu. Rúmlega ári síðar fór hann í fyrsta róður á bátnum en lenti þar í óhappi. Fékk hann kaðal í skrúfuna þegar hann kúplaði áfram og vélin stöðvaðist umsvifalaust. Maðurinn notaði bátinn í nokkur skipti eftir óhappið en skömmu síðar hætti gír vélarinnar að virka.Aðilar málsins voru hins vegar ekki sammála um hvað gerðist næst. Maðurinn sagðist hafa haft samband við fyrirtækið, upplýst starfsmenn þar um vandamál með gírinn og að hann hafi lent í óhappi í fyrstu sjóferðinni. Honum hafi svo verið ráðlagt að leita til vélfræðings. Fyrirtækið hafi svo ákveðið að panta nýjan gír og það hafi afhent honum nýjan gír sér að kostnaðarlausu.Þessu voru forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sammála. Sögðust þeir ekki hafa fengið upplýsingar um að kaðall hefði fest í skrúfu bátsins, aðeins að gírinn virkaði ekki sem skyldi. Þær ráðleggingar sem fyrirtækið gaf manninum hafi verið byggðar á því. Fyrirtækið hafi svo talið að gírinn hafi verið gallaður og pantað nýjan fyrir manninn. Fyrirtækið taldi hins vegar að tryggingarfélag, framleiðandi eða maðurinn myndi þurfa að bera kostnað af tjóninu og því var ákveðið að bíða með að gefa út reikning. Maðurinn gerir út litla trillu og taldi sig eiga rétt á bótum vegna óveidds afla.Fréttablaðið/EyþórGerði kröfu um bætur vegna óveidds afla Maðurinn gerði einnig kröfu um kostnað vegna aksturskostnaðar en hann sagðist í fjórgang hafa þurft að aka frá Gjögri til Hafnarfjarðar, 1280 kílómetra samtals, þar sem á nýja gírinn hafi vantað stýrisarm. Maðurinn hafði áður en málið komst til kasta dómstóla leitað til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa sem í tvígang komst að þeirri niðurstöðu að gírinn hafi ekki verið gallaður og að rekja mætti ástæður þess að gírinn hætti að virka til mannsins og viðbragða hans eftir óhappið sem báturinn varð fyrir í jómfrúarferðinni.Maðurinn krafðist alls 1,3 milljóna króna í bætur vegna málsins, þar á meðal 852.222 króna í bætur vegna tapaðs afla og 146.994 króna vegna akstursins fram og til baka frá Gjögri til Hafnarfjarðar auk endurgreiðslu vegna hins nýja gírs sem pantaður var.Fyrirtækið hafnaði öllum kröfum mannsins og sagði fullyrðingar hans í málinu bæði vera rangar og ósannaðar. Fyrirtækið bæri á engan hátt ábyrgð á tjóni mannsins, ósannað væri að eitthvað hafi verið að gírnum auk þess sem að kröfur mannsins um bætur vegna tapaðs afla sem og aksturskostnaðar væru úr lausu lofti gripnar. Þá gerði fyrirtækið einnig kröfu um að maðurinn greiddi allan málskostnað í málinu auk álags þar sem málsóknin væri tilhæfulaus. Þá kallaði félagið einnig eftir gögnum um hvort að maðurinn hafi fengið tjón sitt bætt að einhverju leyti frá tryggingarfélagi.Viðurkenndi að „hálfpartinn hafa tekið þátt í tryggingarsvindli“ Í niðurstöðukafla dómsins er dómarinn nokkuð harðorður í garð mannsins. Þar kemur fram að við skýrslutöku fyrir dómi hafi maðurinn viðurkennt að hafa fengið bætur frá tryggingarfélaginu, að eigin sögn 149.200 krónur, en hann gat þó ekki framvísað neinum gögnum um hversu há upphæðin hafi verið. Þá kemur einnig fram að maðurinn hafi fyrir dómi sagst „hálfpartinn hafa tekið þátt í tryggingarsvindli með því að taka á móti bótum frá tryggingarfélaginu.“Þá var það að mati dómsins ósannað að gírinn hafi verið gallaður en í dóminum segir að „fyrir dómi hafa engin gögn verið lögð fram um galla á gírnum. Þvert á móti er það álit allra sem hafa komið að skoðun gírsins að ekkert sjái á honum.“Auk þess segir að að maðurinn hafi ekki sagt satt er hann kvaðst hafa farið fjórar ferðir til og frá Gjögri en í dóminum segir að fyrir liggi að maðurinn hafi ekki ekið allar þessir ferðir. Í eitt skipti hafi annar maður farið með gírinn til Hafnarfjarðar fyrir manninn auk þess sem að í annað skipti hafi hann verið staddur í Vestmannaeyjum og því átt leið framhjá Reykjavík á leið sinni norður.„Stefnandi getur ekki miðað kostnað sinn af akstri við ferðakostnaðarreglur ríkisins heldur bar honum að sýna fram á raunverulegan kostnað við akstur. Þá reyndi stefnandi ekki að takmarka tjón sitt með því að fá hlutinn sendan til sín með pósti,“ segir í dóminum.Hafnaði dómurinn öllum kröfum mannsins og dæmdi hann auk þess til að greiða sérstakt álag á málskostnað þar sem hann hafi haldið fram staðhæfingum sem hann vissi að væru rangar. Þá væri ljóst af öllum gögnum málsins að málsóknin hafi verið þarflaus. Þarf maðurinn því að greiða fyrirtækinu 2,5 milljónir í málskostnað vegna málsins.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira