Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 21:06 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar var tekin til skoðunar á fundi Borgarráðs í dag. Vísir/Vilhelm Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Verið er að vinna úr ábendingunum að því er kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Tilefni tilkynningarinnar eru ummæli stjórnmálafólks um málefni Orkuveitunnar í fjölmiðlum í dag. Vill fyrirtækið benda á að samkvæmt niðurstöðu rannsóknar Félagsvísindastofnunar HÍ sé starfsfólk OR almennt ánægt í starfi og hollusta við fyrirtækið mikil. „Starfsfólk upplifir stuðning frá samstarfsfólki sínu og yfirmönnum og telur starfsanda góðan. Flestir telja sig hafa mikinn sveigjanleika í starfi og tekst vel að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð. Starfsmenn OR eru jafnframt nokkuð ánægðir með yfirmenn sína og telja þá koma vel fram við starfsfólk. Fimm af hverjum sex starfsmönnum OR bera mikið traust til framkvæmdastjóra síns fyrirtækis eða sviðs, en heldur lægra hlutfall ber traust til æðstu stjórnenda OR samstæðunnar.“ Þá segir að hluti skýrslu Félagsvísindastofnunar, sem kynntur var stjórnum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar, sé ekki gerður opinber vegna persónuverndarsjónarmiða. Forstjóri Orkuveitunnar hefur ekki fengið þann hluta skýrslunnar í hendur. Þá séu upplýsingar um starfsmannaveltu hjá OR opinberar og birtar í ársskýrslu fyrirtækisins og að því er fyrirtækið kemst næst er starfsmannavelta hjá samstæðunni ekki óvenjulega mikil.Fagna því að niðurstaða sé komin Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar var tekin til skoðunar á fundi Borgarráðs í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti Borgarráðs, segir að skýrslan sé mjög góð.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn.vísir/vilhelm„Mér finnst hún ekki síst góð því hún dregur upp mörg, mörg, mörg verkefni sem er þarft að vinna. Nú er stjórn félagsins komin með mikið af efni sem er fullur vilji, og við fengum það staðfest í dag að það er fullur vilji til að taka áfram og vinna með. Ég fagna því að þessi niðurstaða er komin,“ segir Þórdís Lóa. „Mér finnst mikilvægt núna að við erum komin með niðurstöðu. Auðvitað fór þetta á mikið flug á sósíal medíunni og það sýnir bara hversu raunverulegt þetta er um allt samfélag. Ef þetta hefði komið upp fyrir tíu árum síðan þá spyr ég hefði þetta farið á svona mikið flug? Ég held ekki og ég held það sé gott að þetta fór á þetta flug. Við fengum aðgerðir, stjórnin tók mjög ábyrga afstöðu, tók til málanna, bað innri endurskoðun að koma. Að þessu kom Félagsvísindastofnun sem gerði mjög ítarlega greiningu á starfsmannamenningu. Það var okkar krafa, eigendanna, að spyrja við viljum fá að sjá er þarna um vona menningu að ræða eða er þetta eitthvað sem er vinnandi vegur að vinna með og svarið er að þarna er mjög sæmandi menning en það er líka fullt af verkefnum sem þarf að vinna.“Ekki þörf á að borgarráð fái hluta skýrslunnar Hluti skýrslunnar er eigindleg skýrsla Félagsvísindastofnunar sem skrifuð var út frá fjölda starfsmann. Sá hluti verður ekki birtur vegna persónuverndarsjónarmiða. Þórdís Lóa segir ekki þörf á því að borgarráð sjái þann hluta.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton„Ég geri bara fastlega ráð fyrir því að stjórnin fái það. Það er ekki borgarráð sem þarf á því að halda. Það sem við þurfum að vita er að stjórn taki þetta föstum tökum og það er verkefni stjórnar að halda þessu málefni gangandi og stýra Orkuveitunni.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að málið sé fyrst og fremst á borði stjórnar Orkuveitunnar og starfandi forstjóra og segir að honum finnist hafa verið tekið af málinu af festu. „Úttektin er mjög ítarleg, greinilega mjög vönduð og gríðarmargir óháðir sérfræðingar kallaðir til. Já ég er ánægður með þau vinnubrögð sem birtast í málinu og núna auðvitað heldur stjórnin áfram sinni umfjöllun um það og fylgir þessu eftir með umbótum eins og þarf.“Klippa: Viðbrögð borgarfulltrúa við skýrslu innri endurskoðunar Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Rúm þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sögðust hafa upplifað einelti á vinnustað. 21. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Verið er að vinna úr ábendingunum að því er kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Tilefni tilkynningarinnar eru ummæli stjórnmálafólks um málefni Orkuveitunnar í fjölmiðlum í dag. Vill fyrirtækið benda á að samkvæmt niðurstöðu rannsóknar Félagsvísindastofnunar HÍ sé starfsfólk OR almennt ánægt í starfi og hollusta við fyrirtækið mikil. „Starfsfólk upplifir stuðning frá samstarfsfólki sínu og yfirmönnum og telur starfsanda góðan. Flestir telja sig hafa mikinn sveigjanleika í starfi og tekst vel að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð. Starfsmenn OR eru jafnframt nokkuð ánægðir með yfirmenn sína og telja þá koma vel fram við starfsfólk. Fimm af hverjum sex starfsmönnum OR bera mikið traust til framkvæmdastjóra síns fyrirtækis eða sviðs, en heldur lægra hlutfall ber traust til æðstu stjórnenda OR samstæðunnar.“ Þá segir að hluti skýrslu Félagsvísindastofnunar, sem kynntur var stjórnum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar, sé ekki gerður opinber vegna persónuverndarsjónarmiða. Forstjóri Orkuveitunnar hefur ekki fengið þann hluta skýrslunnar í hendur. Þá séu upplýsingar um starfsmannaveltu hjá OR opinberar og birtar í ársskýrslu fyrirtækisins og að því er fyrirtækið kemst næst er starfsmannavelta hjá samstæðunni ekki óvenjulega mikil.Fagna því að niðurstaða sé komin Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar var tekin til skoðunar á fundi Borgarráðs í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti Borgarráðs, segir að skýrslan sé mjög góð.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn.vísir/vilhelm„Mér finnst hún ekki síst góð því hún dregur upp mörg, mörg, mörg verkefni sem er þarft að vinna. Nú er stjórn félagsins komin með mikið af efni sem er fullur vilji, og við fengum það staðfest í dag að það er fullur vilji til að taka áfram og vinna með. Ég fagna því að þessi niðurstaða er komin,“ segir Þórdís Lóa. „Mér finnst mikilvægt núna að við erum komin með niðurstöðu. Auðvitað fór þetta á mikið flug á sósíal medíunni og það sýnir bara hversu raunverulegt þetta er um allt samfélag. Ef þetta hefði komið upp fyrir tíu árum síðan þá spyr ég hefði þetta farið á svona mikið flug? Ég held ekki og ég held það sé gott að þetta fór á þetta flug. Við fengum aðgerðir, stjórnin tók mjög ábyrga afstöðu, tók til málanna, bað innri endurskoðun að koma. Að þessu kom Félagsvísindastofnun sem gerði mjög ítarlega greiningu á starfsmannamenningu. Það var okkar krafa, eigendanna, að spyrja við viljum fá að sjá er þarna um vona menningu að ræða eða er þetta eitthvað sem er vinnandi vegur að vinna með og svarið er að þarna er mjög sæmandi menning en það er líka fullt af verkefnum sem þarf að vinna.“Ekki þörf á að borgarráð fái hluta skýrslunnar Hluti skýrslunnar er eigindleg skýrsla Félagsvísindastofnunar sem skrifuð var út frá fjölda starfsmann. Sá hluti verður ekki birtur vegna persónuverndarsjónarmiða. Þórdís Lóa segir ekki þörf á því að borgarráð sjái þann hluta.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton„Ég geri bara fastlega ráð fyrir því að stjórnin fái það. Það er ekki borgarráð sem þarf á því að halda. Það sem við þurfum að vita er að stjórn taki þetta föstum tökum og það er verkefni stjórnar að halda þessu málefni gangandi og stýra Orkuveitunni.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að málið sé fyrst og fremst á borði stjórnar Orkuveitunnar og starfandi forstjóra og segir að honum finnist hafa verið tekið af málinu af festu. „Úttektin er mjög ítarleg, greinilega mjög vönduð og gríðarmargir óháðir sérfræðingar kallaðir til. Já ég er ánægður með þau vinnubrögð sem birtast í málinu og núna auðvitað heldur stjórnin áfram sinni umfjöllun um það og fylgir þessu eftir með umbótum eins og þarf.“Klippa: Viðbrögð borgarfulltrúa við skýrslu innri endurskoðunar
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Rúm þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sögðust hafa upplifað einelti á vinnustað. 21. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30
Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Rúm þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sögðust hafa upplifað einelti á vinnustað. 21. nóvember 2018 06:00