Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 12:02 Logi segir Trump Bandaríkjaforseta æða um eins og mosuxa á nýlagðri tjörn vísir/anton brink Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. Í dag minnast Palestínumenn þess þegar Ísraelsríki var stofnað fyrir sjötíu árum og fjöldi innfæddra flúði heimili sín undan stríðsátökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir blóðbaðið á Gaza ströndinni í gær, þegar ísraelskir hermenn skutu meira en fimmtíu mótmælendur til bana, er búist við að mikill fjöldi taki þátt í mótmælum í Palestínu í dag. Einnig er efnt til samstöðufunda víða um heim, þar á meðal á Austurvelli klukkan fimm í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, situr fundi í Lundúnum í dag ásamt öðrum í Utanríkismálanefnd Alþingis. Hann mun óska eftir viðbrögðum ráðherra og formanns Utanríkismálanefndar við blóðbaðinu í Palestínu. „Það er látið eins og þetta séu deilur milli tveggja landa,“ segir Logi. „En hér er um að ræða hernám. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að landnámið sé ólöglegt og það gilda lög og reglur, meðal annars Genfarsáttmálinn. Hér er verið að drepa fimmtíu og tvo, þar af sex börn bara í gær. Við höfum viðurkennt sjálfstæði Palestínu og fullveldi og eigum auðvitað að mótmæla þessu harðlega.“ „Mér finnst þetta skýrt dæmi um hvernig þessi ófyrirsjáanleiki Trumps í alþjóðamálum getur stuðlað að ófriði í heiminum. Hann æðir um eins og mosuxi á nýlagðri tjörn og þetta er stórhættulegt. Mér finnst að Íslendingar eigi að láta heyra í sér, að þetta verði ekkert liðið.“ Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55 Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. Í dag minnast Palestínumenn þess þegar Ísraelsríki var stofnað fyrir sjötíu árum og fjöldi innfæddra flúði heimili sín undan stríðsátökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þrátt fyrir blóðbaðið á Gaza ströndinni í gær, þegar ísraelskir hermenn skutu meira en fimmtíu mótmælendur til bana, er búist við að mikill fjöldi taki þátt í mótmælum í Palestínu í dag. Einnig er efnt til samstöðufunda víða um heim, þar á meðal á Austurvelli klukkan fimm í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, situr fundi í Lundúnum í dag ásamt öðrum í Utanríkismálanefnd Alþingis. Hann mun óska eftir viðbrögðum ráðherra og formanns Utanríkismálanefndar við blóðbaðinu í Palestínu. „Það er látið eins og þetta séu deilur milli tveggja landa,“ segir Logi. „En hér er um að ræða hernám. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að landnámið sé ólöglegt og það gilda lög og reglur, meðal annars Genfarsáttmálinn. Hér er verið að drepa fimmtíu og tvo, þar af sex börn bara í gær. Við höfum viðurkennt sjálfstæði Palestínu og fullveldi og eigum auðvitað að mótmæla þessu harðlega.“ „Mér finnst þetta skýrt dæmi um hvernig þessi ófyrirsjáanleiki Trumps í alþjóðamálum getur stuðlað að ófriði í heiminum. Hann æðir um eins og mosuxi á nýlagðri tjörn og þetta er stórhættulegt. Mér finnst að Íslendingar eigi að láta heyra í sér, að þetta verði ekkert liðið.“
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55 Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Segir gyðinga og múslima fara til helvítis en leiðir bænir við opnun sendiráðs í Jerúsalem Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir sex árum, segir það mikil mistök að bjóða umdeildum predikara að leiða bæn við opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem í dag. 14. maí 2018 07:55
Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis "Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis“ 14. maí 2018 06:00