Mikilvægt að hraða uppbyggingu húsnæðis til að laða ungt fólk til Dalvíkur Höskuldur Kári Schram skrifar 15. maí 2018 20:00 Sveitarstjóri Dalvíkur segir að vel hafi gengið að lækka skuldir sveitarfélagsins á undanförnum árum. Skjáskot/Stöð 2 Guðmundur St Jónsson oddviti J-listans í Dalvíkurbyggð segir mikilvægt að hraða húsnæðisuppbyggingu á svæðinu til að laða að ungt fólk og barnafjölskyldur. Sveitarstjórinn segir að vel hafi gengið að lækka skuldir sveitarfélagsins á undanförnum árum. „Hér Dalvíkurbyggð eru það atvinnumálin sem eru kjósendum ofarlega í huga fyrir komandi kosningar og þá helst hvernig megi skapa fjölbreyttari störf.“ „Við vildum sjá störf fyrir menntað fólki til þess að unga fólkið okkar gæti flutt aftur í bæinn. Það er það sem við erum helst að leita eftir til að auka fjölbreytnina.“ Bjarni Th Bjarnason sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir að þróunin hafi verið mjög jákvæð. „Við erum að sjá aukningu á íbúafjöldi um 3,3 prósent frá 1. janúar 2017 og nú eru horfur á mikilli uppbyggingu á Dalvík. Þar sem Samherji ætlar að byggja fiskvinnslu nýja á 8 þúsund fermetra grunni.“Guðmundur St JónssonSkjáskot/Stöð2Guðmundur segir mikilvægt að hraða húsnæðisuppbyggingu í bænum. „Það sem hefur kannski verið vandamál hefur verið að fá húsnæði og þá helst leiguhúsnæði til þess að byggja upp atvinnulíf og fá nýtt fólk í bæinn. En við sjáum breytingu þar núna. Við höfum verið að úthluta lóðum og fólk hefur verið að byggja sem er mjög jákvætt. Næstu verkefni sveitarstjórnar verður að skipuleggja nýjar lóðir.“ Bjarni segir að sveitarfélagið hafi smám saman verið að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. „Við höfum reynt að miða við að börn komist inn í leikskóla við 9 mánaða aldur. Við erum nokkurn veginn að ná því en ekki alveg. Að öðru leyti hefur grunnþjónustan gengið mjög vel og við höfum verið að ná góðum tökum á fjármálum. Við höfum verið að lækka skuldir. Við höfum farið úr 90 prósent skuldahlutfalli niður undir 50 núna á síðustu fjórum árum.“ Dalvíkurbyggð Kosningar 2018 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Guðmundur St Jónsson oddviti J-listans í Dalvíkurbyggð segir mikilvægt að hraða húsnæðisuppbyggingu á svæðinu til að laða að ungt fólk og barnafjölskyldur. Sveitarstjórinn segir að vel hafi gengið að lækka skuldir sveitarfélagsins á undanförnum árum. „Hér Dalvíkurbyggð eru það atvinnumálin sem eru kjósendum ofarlega í huga fyrir komandi kosningar og þá helst hvernig megi skapa fjölbreyttari störf.“ „Við vildum sjá störf fyrir menntað fólki til þess að unga fólkið okkar gæti flutt aftur í bæinn. Það er það sem við erum helst að leita eftir til að auka fjölbreytnina.“ Bjarni Th Bjarnason sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir að þróunin hafi verið mjög jákvæð. „Við erum að sjá aukningu á íbúafjöldi um 3,3 prósent frá 1. janúar 2017 og nú eru horfur á mikilli uppbyggingu á Dalvík. Þar sem Samherji ætlar að byggja fiskvinnslu nýja á 8 þúsund fermetra grunni.“Guðmundur St JónssonSkjáskot/Stöð2Guðmundur segir mikilvægt að hraða húsnæðisuppbyggingu í bænum. „Það sem hefur kannski verið vandamál hefur verið að fá húsnæði og þá helst leiguhúsnæði til þess að byggja upp atvinnulíf og fá nýtt fólk í bæinn. En við sjáum breytingu þar núna. Við höfum verið að úthluta lóðum og fólk hefur verið að byggja sem er mjög jákvætt. Næstu verkefni sveitarstjórnar verður að skipuleggja nýjar lóðir.“ Bjarni segir að sveitarfélagið hafi smám saman verið að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. „Við höfum reynt að miða við að börn komist inn í leikskóla við 9 mánaða aldur. Við erum nokkurn veginn að ná því en ekki alveg. Að öðru leyti hefur grunnþjónustan gengið mjög vel og við höfum verið að ná góðum tökum á fjármálum. Við höfum verið að lækka skuldir. Við höfum farið úr 90 prósent skuldahlutfalli niður undir 50 núna á síðustu fjórum árum.“
Dalvíkurbyggð Kosningar 2018 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira