„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 18:24 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar. Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar.
Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00