Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2018 21:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Í fyrra gagnrýndi hann forvera sinn fyrir að ætla að láta vegfarendur borga meira fyrir þjónustu sem þeir væru þegar búnir að greiða fyrir með sköttum og gjöldum af eldsneyti. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Ráðherranum var bent á það í þingumræðum í dag að hann hefði sjálfur gagnrýnt forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra mælti samtímis í dag fyrir bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Það skein í gegn að það vantar ennþá mikla fjármuni uppá til að mæta kröfum úr öllum landshlutum. Þessa lausn nefndi ráðherrann: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum, og það er ein þeirra leiða sem verið er að skoða til að tryggja aukið fjármagn í vegakerfið," sagði Sigurður Ingi og boðaði lagafrumvarp um málið eftir áramót. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni," sagði samgönguráðherrann á Alþingi í dag.Jón Steindór Valdimarsson segir merkilegt að skoða hvað Sigurður Ingi sagði um vegtolla þegar hann var í stjórnarandstöðu í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hér væri ráðherrann kominn í mótsögn við það sem hann sagði í fyrra. „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, sérstaklega ef maður skoðar ummæli hæstvirts samgönguráðherra frá fyrri stigum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, og átti meðal í orðastað við fyrrverandi samgönguráðherra, háttvirtan þingmann núna Jón Gunnarsson, og sagði þá, með leyfi forseta, í eldhúsdagsumræðum: „Málflutningur samgönguráðherra er náttúrlega sá sem best passar í þessum efnum þegar hann segir: Ef þið viljið meira skuluð þið borga meira, og það fyrir þjónustu sem ég hygg að flestir séu sammála um að ríkið eigi að greiða og að menn séu með sköttum og gjöldum af eldsneyti búnir að greiða í ríkissjóð nú þegar"," sagði Jón Steindór þegar hann las upp úr þingræðu Sigurðar Inga frá 29. maí árið 2017. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Ráðherranum var bent á það í þingumræðum í dag að hann hefði sjálfur gagnrýnt forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra mælti samtímis í dag fyrir bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Það skein í gegn að það vantar ennþá mikla fjármuni uppá til að mæta kröfum úr öllum landshlutum. Þessa lausn nefndi ráðherrann: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum, og það er ein þeirra leiða sem verið er að skoða til að tryggja aukið fjármagn í vegakerfið," sagði Sigurður Ingi og boðaði lagafrumvarp um málið eftir áramót. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni," sagði samgönguráðherrann á Alþingi í dag.Jón Steindór Valdimarsson segir merkilegt að skoða hvað Sigurður Ingi sagði um vegtolla þegar hann var í stjórnarandstöðu í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hér væri ráðherrann kominn í mótsögn við það sem hann sagði í fyrra. „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, sérstaklega ef maður skoðar ummæli hæstvirts samgönguráðherra frá fyrri stigum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, og átti meðal í orðastað við fyrrverandi samgönguráðherra, háttvirtan þingmann núna Jón Gunnarsson, og sagði þá, með leyfi forseta, í eldhúsdagsumræðum: „Málflutningur samgönguráðherra er náttúrlega sá sem best passar í þessum efnum þegar hann segir: Ef þið viljið meira skuluð þið borga meira, og það fyrir þjónustu sem ég hygg að flestir séu sammála um að ríkið eigi að greiða og að menn séu með sköttum og gjöldum af eldsneyti búnir að greiða í ríkissjóð nú þegar"," sagði Jón Steindór þegar hann las upp úr þingræðu Sigurðar Inga frá 29. maí árið 2017. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45