Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2018 21:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Í fyrra gagnrýndi hann forvera sinn fyrir að ætla að láta vegfarendur borga meira fyrir þjónustu sem þeir væru þegar búnir að greiða fyrir með sköttum og gjöldum af eldsneyti. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Ráðherranum var bent á það í þingumræðum í dag að hann hefði sjálfur gagnrýnt forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra mælti samtímis í dag fyrir bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Það skein í gegn að það vantar ennþá mikla fjármuni uppá til að mæta kröfum úr öllum landshlutum. Þessa lausn nefndi ráðherrann: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum, og það er ein þeirra leiða sem verið er að skoða til að tryggja aukið fjármagn í vegakerfið," sagði Sigurður Ingi og boðaði lagafrumvarp um málið eftir áramót. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni," sagði samgönguráðherrann á Alþingi í dag.Jón Steindór Valdimarsson segir merkilegt að skoða hvað Sigurður Ingi sagði um vegtolla þegar hann var í stjórnarandstöðu í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hér væri ráðherrann kominn í mótsögn við það sem hann sagði í fyrra. „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, sérstaklega ef maður skoðar ummæli hæstvirts samgönguráðherra frá fyrri stigum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, og átti meðal í orðastað við fyrrverandi samgönguráðherra, háttvirtan þingmann núna Jón Gunnarsson, og sagði þá, með leyfi forseta, í eldhúsdagsumræðum: „Málflutningur samgönguráðherra er náttúrlega sá sem best passar í þessum efnum þegar hann segir: Ef þið viljið meira skuluð þið borga meira, og það fyrir þjónustu sem ég hygg að flestir séu sammála um að ríkið eigi að greiða og að menn séu með sköttum og gjöldum af eldsneyti búnir að greiða í ríkissjóð nú þegar"," sagði Jón Steindór þegar hann las upp úr þingræðu Sigurðar Inga frá 29. maí árið 2017. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Ráðherranum var bent á það í þingumræðum í dag að hann hefði sjálfur gagnrýnt forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra mælti samtímis í dag fyrir bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Það skein í gegn að það vantar ennþá mikla fjármuni uppá til að mæta kröfum úr öllum landshlutum. Þessa lausn nefndi ráðherrann: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum, og það er ein þeirra leiða sem verið er að skoða til að tryggja aukið fjármagn í vegakerfið," sagði Sigurður Ingi og boðaði lagafrumvarp um málið eftir áramót. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni," sagði samgönguráðherrann á Alþingi í dag.Jón Steindór Valdimarsson segir merkilegt að skoða hvað Sigurður Ingi sagði um vegtolla þegar hann var í stjórnarandstöðu í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hér væri ráðherrann kominn í mótsögn við það sem hann sagði í fyrra. „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, sérstaklega ef maður skoðar ummæli hæstvirts samgönguráðherra frá fyrri stigum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, og átti meðal í orðastað við fyrrverandi samgönguráðherra, háttvirtan þingmann núna Jón Gunnarsson, og sagði þá, með leyfi forseta, í eldhúsdagsumræðum: „Málflutningur samgönguráðherra er náttúrlega sá sem best passar í þessum efnum þegar hann segir: Ef þið viljið meira skuluð þið borga meira, og það fyrir þjónustu sem ég hygg að flestir séu sammála um að ríkið eigi að greiða og að menn séu með sköttum og gjöldum af eldsneyti búnir að greiða í ríkissjóð nú þegar"," sagði Jón Steindór þegar hann las upp úr þingræðu Sigurðar Inga frá 29. maí árið 2017. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45