Rassálfar í leikhúsinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. september 2018 10:00 Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið er byggt á einni vinsælustu skáldsögu Astrid Lindgren og Selma Björnsdóttir fer með leikstjórn. Söngkonan Salka Sól Eyfeld er í hlutverki hinnar hugrökku Ronju. Í leikritinu fara alls fjórtán börn með hlutverk. Þau leika meðal annars skondna rassálfa, hina ógnvænlegu grádverga og yrðlinga skógarins. Börnunum er skipt í tvo hópa til að minnka álagið á þeim en nú þegar er uppselt á þrjátíu sýningar. Nokkur barnanna eru í förðun og hárgreiðslu fyrir lokaæfingu á verkinu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Þeirra á meðal er Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir, ellefu ára. „Ég leik rassálf, yrðling og grádverg. Þannig að ég skipti oft um gervi, en mér finnst bara skemmtilegt að láta greiða mér og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur sem segir æfingaferlið hafa verið mikið fjör. „Þetta er búið að vera svo gaman. Það er skemmtilegast að vera á rennsli, sýna allt verkið í einu. Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að standa á sviðinu fyrir gesti. Ég er búin að eignast marga vini hér,“ segir Hrafnhildur sem segir alls ekki erfitt að vera leikari. Við hlið Hrafnhildar situr Daði Víðisson, ellefu að verða tólf ára. Það er verið að leggja lokahönd á hárgreiðsluna. „Ég er rassálfur og grádvergur í sýningunni, mér finnst skemmtilegast að leika rassálfana, það eru virkilega skemmtilegar senur,“ segir Daði sem kveður það mikla vinnu að læra hlutverk undir svona stóra sýningu. Hann er nemandi í Melaskóla. „Auðvitað missi ég smá úr skóla, en það er líka skóli að vera hér,“ segir hann. Mikael Guðmundsson, 10 ára, gengur í Vesturbæjarskóla og segir flest börnin bregða sér í mörg gervi. „Ég leik rassálf, grádverg og yrðling. Það er gaman að fara í svona mörg hlutverk og það er gaman að leika rassálf. Þeir eru mikið inni á sviðinu og þeir spyrja margra spurninga. Þeir spyrja í sífellu, af hverju, af hverju? Þeir eru svolítið fyndnir, finnst mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið er byggt á einni vinsælustu skáldsögu Astrid Lindgren og Selma Björnsdóttir fer með leikstjórn. Söngkonan Salka Sól Eyfeld er í hlutverki hinnar hugrökku Ronju. Í leikritinu fara alls fjórtán börn með hlutverk. Þau leika meðal annars skondna rassálfa, hina ógnvænlegu grádverga og yrðlinga skógarins. Börnunum er skipt í tvo hópa til að minnka álagið á þeim en nú þegar er uppselt á þrjátíu sýningar. Nokkur barnanna eru í förðun og hárgreiðslu fyrir lokaæfingu á verkinu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Þeirra á meðal er Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir, ellefu ára. „Ég leik rassálf, yrðling og grádverg. Þannig að ég skipti oft um gervi, en mér finnst bara skemmtilegt að láta greiða mér og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur sem segir æfingaferlið hafa verið mikið fjör. „Þetta er búið að vera svo gaman. Það er skemmtilegast að vera á rennsli, sýna allt verkið í einu. Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að standa á sviðinu fyrir gesti. Ég er búin að eignast marga vini hér,“ segir Hrafnhildur sem segir alls ekki erfitt að vera leikari. Við hlið Hrafnhildar situr Daði Víðisson, ellefu að verða tólf ára. Það er verið að leggja lokahönd á hárgreiðsluna. „Ég er rassálfur og grádvergur í sýningunni, mér finnst skemmtilegast að leika rassálfana, það eru virkilega skemmtilegar senur,“ segir Daði sem kveður það mikla vinnu að læra hlutverk undir svona stóra sýningu. Hann er nemandi í Melaskóla. „Auðvitað missi ég smá úr skóla, en það er líka skóli að vera hér,“ segir hann. Mikael Guðmundsson, 10 ára, gengur í Vesturbæjarskóla og segir flest börnin bregða sér í mörg gervi. „Ég leik rassálf, grádverg og yrðling. Það er gaman að fara í svona mörg hlutverk og það er gaman að leika rassálf. Þeir eru mikið inni á sviðinu og þeir spyrja margra spurninga. Þeir spyrja í sífellu, af hverju, af hverju? Þeir eru svolítið fyndnir, finnst mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira