Lögreglan varar við hótunarbréfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 09:03 Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að í póstunum sé sagt að móttakandi tölvupóstsins hafi verið á klámsíðum og að sendandi póstsins hafi sýkt tölvuna með vírus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið fengið fjölda tilkynninga um svikapósta sem sendir hafa verið til fólks í gegnum tölvupóstum. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að í póstunum sé sagt að móttakandi tölvupóstsins hafi verið á klámsíðum og að sendandi póstsins hafi sýkt tölvuna með vírus. Þannig hafi vefmyndavél tölvunnar verið gerð virk og myndband tekið af viðkomandi. Greiða þurfi upphæð til að forðast að myndskeiðið verði sent á alla á tengiliðaskrá móttakandans. „Til að koma í veg fyrir það þurfi að greiða vissa upphæð í rafmynt (bitcoin). Þá hefur líka verið að bera á því að lykilorð móttakanda sé vitað og það jafnvel gefið upp,“ segir í færslu lögreglu. Lögreglan bendir á að ekki er mælt með því að upphæðin sé greidd. „Þetta eru svikapóstar sem sendir eru á tölvupóstföng sem ganga kaupum og sölum á vefnum og þegar lykilorð móttakandans er einnig gefið upp þá gefur það til kynna að þau lykilorð hafi komið upp í einhverjum lekum. Hins vegar virðast þessi skeyti vera fjölpóstar (vefveiðar). Ekkert gefur til kynna að þeir sem senda póstinn hafi einhver myndskeið eða hafi í raun gert neitt af því sem þeir hóta. Þeir hafa í sumum tilvikum komist yfir einhverja skrá með lykilorðum og nota það til að ljá hótun sinni meira vægi, en það virðist vera allt sem þeir hafa. Þetta form er kallað vefveiðar og er vel þekkt, fjölpóstur er sendur á marga og reynt að skapa hræðslu og stress til að fá brotaþola til að senda peninga,“ segir í færslu lögreglunnar sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið fengið fjölda tilkynninga um svikapósta sem sendir hafa verið til fólks í gegnum tölvupóstum. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að í póstunum sé sagt að móttakandi tölvupóstsins hafi verið á klámsíðum og að sendandi póstsins hafi sýkt tölvuna með vírus. Þannig hafi vefmyndavél tölvunnar verið gerð virk og myndband tekið af viðkomandi. Greiða þurfi upphæð til að forðast að myndskeiðið verði sent á alla á tengiliðaskrá móttakandans. „Til að koma í veg fyrir það þurfi að greiða vissa upphæð í rafmynt (bitcoin). Þá hefur líka verið að bera á því að lykilorð móttakanda sé vitað og það jafnvel gefið upp,“ segir í færslu lögreglu. Lögreglan bendir á að ekki er mælt með því að upphæðin sé greidd. „Þetta eru svikapóstar sem sendir eru á tölvupóstföng sem ganga kaupum og sölum á vefnum og þegar lykilorð móttakandans er einnig gefið upp þá gefur það til kynna að þau lykilorð hafi komið upp í einhverjum lekum. Hins vegar virðast þessi skeyti vera fjölpóstar (vefveiðar). Ekkert gefur til kynna að þeir sem senda póstinn hafi einhver myndskeið eða hafi í raun gert neitt af því sem þeir hóta. Þeir hafa í sumum tilvikum komist yfir einhverja skrá með lykilorðum og nota það til að ljá hótun sinni meira vægi, en það virðist vera allt sem þeir hafa. Þetta form er kallað vefveiðar og er vel þekkt, fjölpóstur er sendur á marga og reynt að skapa hræðslu og stress til að fá brotaþola til að senda peninga,“ segir í færslu lögreglunnar sem sjá má í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira