Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Hersir Aron Ólafsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. ágúst 2018 14:21 Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. Guðlaug S. Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs, mættust í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og tókust á um breytt fyrirkomulag við uppbyggingu nýrra mannvirkja FH í Kaplakrika. Upphaflega stóð til að bærinn byggði og ræki ný íþróttamannvirki í bænum og benti Guðlaug á að það hefði verið þverpólitísk niðurstaða stefnumótunar á fjögurra ára kjörtímabili. 720 milljónir hafi verið komnar á fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar áður en áætlunum var breytt í litlu samráði við minnihlutanum og ákveðið að FH fengi þess í stað fjármuni til að standa sjálft að uppbyggingunni. „Nú eru það orðnar 790 milljónir sem á að afhenda í raun FH bara beint og síðan eiga þeir að sjá um þetta. Ég geri athugasemd við þetta því þetta er að mínu mati umboðslaus ákvörðun sem er tekin þarna. Þetta var ekki rætt í kosningabaráttu, þetta er ekki í meirihlutasáttmálanum, það er ekki meirihluti fyrir þessu í bæjarstjórn, það liggur fyrir að einn af bæjarfulltrúum meirihlutans er andvígur þessu,“ segir Guðlaug.Ágúst segir breytinguna hagstæðari Formaður bæjarráðs segir hið nýja fyrirkomulag hins vegar vera hagstæðara fyrir bæjarbúa. „Þetta verk, eins og Guðlaug nefndi hérna áðan, fór í útboð, ég held það hafi verið í desember og niðurstöður útboðs held ég hafi verið í janúar. Lægsta tilboð var 1,1 milljarður rúmlega og það voru 720 milljónir í fjárhagsáætlun þannig að öllum tilboðum var hafnað,“ segir Ágúst Bjarni. Telur meirihlutann beita bókhaldsbrellum Guðlaug telur bókhaldsbrellum beitt í tengslum við hundruð milljón króna fjárveitingar. „Gamla íþróttahúsið á Kaplakrika er nú byggt þarna einhvern tíman 1989-90 og það er að 80% hluta í eign bæjarins og er bókfært á 92 milljónir í bókun bæjarins. Þið hafi lýst yfir að FH eigi þessi áttatíu prósent og eigi að fá þau þá ætlið þið að byrja á því að gefa þessar 92, svo ætlið þið að kaupa það aftur af þeim og ég veit ekkert á hvaða kaupvirði, það hlýtur að vera einhver 400 milljón króna pakki sem þið ætlið að borga fyrir hlut sem þið gáfuð áður á 92 og það er þetta sem við erum að gera athugasemd við að það er verið að fíflast með bókhald bæjarins.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í helid sinni. Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. Guðlaug S. Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs, mættust í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og tókust á um breytt fyrirkomulag við uppbyggingu nýrra mannvirkja FH í Kaplakrika. Upphaflega stóð til að bærinn byggði og ræki ný íþróttamannvirki í bænum og benti Guðlaug á að það hefði verið þverpólitísk niðurstaða stefnumótunar á fjögurra ára kjörtímabili. 720 milljónir hafi verið komnar á fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar áður en áætlunum var breytt í litlu samráði við minnihlutanum og ákveðið að FH fengi þess í stað fjármuni til að standa sjálft að uppbyggingunni. „Nú eru það orðnar 790 milljónir sem á að afhenda í raun FH bara beint og síðan eiga þeir að sjá um þetta. Ég geri athugasemd við þetta því þetta er að mínu mati umboðslaus ákvörðun sem er tekin þarna. Þetta var ekki rætt í kosningabaráttu, þetta er ekki í meirihlutasáttmálanum, það er ekki meirihluti fyrir þessu í bæjarstjórn, það liggur fyrir að einn af bæjarfulltrúum meirihlutans er andvígur þessu,“ segir Guðlaug.Ágúst segir breytinguna hagstæðari Formaður bæjarráðs segir hið nýja fyrirkomulag hins vegar vera hagstæðara fyrir bæjarbúa. „Þetta verk, eins og Guðlaug nefndi hérna áðan, fór í útboð, ég held það hafi verið í desember og niðurstöður útboðs held ég hafi verið í janúar. Lægsta tilboð var 1,1 milljarður rúmlega og það voru 720 milljónir í fjárhagsáætlun þannig að öllum tilboðum var hafnað,“ segir Ágúst Bjarni. Telur meirihlutann beita bókhaldsbrellum Guðlaug telur bókhaldsbrellum beitt í tengslum við hundruð milljón króna fjárveitingar. „Gamla íþróttahúsið á Kaplakrika er nú byggt þarna einhvern tíman 1989-90 og það er að 80% hluta í eign bæjarins og er bókfært á 92 milljónir í bókun bæjarins. Þið hafi lýst yfir að FH eigi þessi áttatíu prósent og eigi að fá þau þá ætlið þið að byrja á því að gefa þessar 92, svo ætlið þið að kaupa það aftur af þeim og ég veit ekkert á hvaða kaupvirði, það hlýtur að vera einhver 400 milljón króna pakki sem þið ætlið að borga fyrir hlut sem þið gáfuð áður á 92 og það er þetta sem við erum að gera athugasemd við að það er verið að fíflast með bókhald bæjarins.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í helid sinni.
Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00