Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Hersir Aron Ólafsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. ágúst 2018 14:21 Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. Guðlaug S. Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs, mættust í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og tókust á um breytt fyrirkomulag við uppbyggingu nýrra mannvirkja FH í Kaplakrika. Upphaflega stóð til að bærinn byggði og ræki ný íþróttamannvirki í bænum og benti Guðlaug á að það hefði verið þverpólitísk niðurstaða stefnumótunar á fjögurra ára kjörtímabili. 720 milljónir hafi verið komnar á fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar áður en áætlunum var breytt í litlu samráði við minnihlutanum og ákveðið að FH fengi þess í stað fjármuni til að standa sjálft að uppbyggingunni. „Nú eru það orðnar 790 milljónir sem á að afhenda í raun FH bara beint og síðan eiga þeir að sjá um þetta. Ég geri athugasemd við þetta því þetta er að mínu mati umboðslaus ákvörðun sem er tekin þarna. Þetta var ekki rætt í kosningabaráttu, þetta er ekki í meirihlutasáttmálanum, það er ekki meirihluti fyrir þessu í bæjarstjórn, það liggur fyrir að einn af bæjarfulltrúum meirihlutans er andvígur þessu,“ segir Guðlaug.Ágúst segir breytinguna hagstæðari Formaður bæjarráðs segir hið nýja fyrirkomulag hins vegar vera hagstæðara fyrir bæjarbúa. „Þetta verk, eins og Guðlaug nefndi hérna áðan, fór í útboð, ég held það hafi verið í desember og niðurstöður útboðs held ég hafi verið í janúar. Lægsta tilboð var 1,1 milljarður rúmlega og það voru 720 milljónir í fjárhagsáætlun þannig að öllum tilboðum var hafnað,“ segir Ágúst Bjarni. Telur meirihlutann beita bókhaldsbrellum Guðlaug telur bókhaldsbrellum beitt í tengslum við hundruð milljón króna fjárveitingar. „Gamla íþróttahúsið á Kaplakrika er nú byggt þarna einhvern tíman 1989-90 og það er að 80% hluta í eign bæjarins og er bókfært á 92 milljónir í bókun bæjarins. Þið hafi lýst yfir að FH eigi þessi áttatíu prósent og eigi að fá þau þá ætlið þið að byrja á því að gefa þessar 92, svo ætlið þið að kaupa það aftur af þeim og ég veit ekkert á hvaða kaupvirði, það hlýtur að vera einhver 400 milljón króna pakki sem þið ætlið að borga fyrir hlut sem þið gáfuð áður á 92 og það er þetta sem við erum að gera athugasemd við að það er verið að fíflast með bókhald bæjarins.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í helid sinni. Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. Guðlaug S. Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs, mættust í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og tókust á um breytt fyrirkomulag við uppbyggingu nýrra mannvirkja FH í Kaplakrika. Upphaflega stóð til að bærinn byggði og ræki ný íþróttamannvirki í bænum og benti Guðlaug á að það hefði verið þverpólitísk niðurstaða stefnumótunar á fjögurra ára kjörtímabili. 720 milljónir hafi verið komnar á fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar áður en áætlunum var breytt í litlu samráði við minnihlutanum og ákveðið að FH fengi þess í stað fjármuni til að standa sjálft að uppbyggingunni. „Nú eru það orðnar 790 milljónir sem á að afhenda í raun FH bara beint og síðan eiga þeir að sjá um þetta. Ég geri athugasemd við þetta því þetta er að mínu mati umboðslaus ákvörðun sem er tekin þarna. Þetta var ekki rætt í kosningabaráttu, þetta er ekki í meirihlutasáttmálanum, það er ekki meirihluti fyrir þessu í bæjarstjórn, það liggur fyrir að einn af bæjarfulltrúum meirihlutans er andvígur þessu,“ segir Guðlaug.Ágúst segir breytinguna hagstæðari Formaður bæjarráðs segir hið nýja fyrirkomulag hins vegar vera hagstæðara fyrir bæjarbúa. „Þetta verk, eins og Guðlaug nefndi hérna áðan, fór í útboð, ég held það hafi verið í desember og niðurstöður útboðs held ég hafi verið í janúar. Lægsta tilboð var 1,1 milljarður rúmlega og það voru 720 milljónir í fjárhagsáætlun þannig að öllum tilboðum var hafnað,“ segir Ágúst Bjarni. Telur meirihlutann beita bókhaldsbrellum Guðlaug telur bókhaldsbrellum beitt í tengslum við hundruð milljón króna fjárveitingar. „Gamla íþróttahúsið á Kaplakrika er nú byggt þarna einhvern tíman 1989-90 og það er að 80% hluta í eign bæjarins og er bókfært á 92 milljónir í bókun bæjarins. Þið hafi lýst yfir að FH eigi þessi áttatíu prósent og eigi að fá þau þá ætlið þið að byrja á því að gefa þessar 92, svo ætlið þið að kaupa það aftur af þeim og ég veit ekkert á hvaða kaupvirði, það hlýtur að vera einhver 400 milljón króna pakki sem þið ætlið að borga fyrir hlut sem þið gáfuð áður á 92 og það er þetta sem við erum að gera athugasemd við að það er verið að fíflast með bókhald bæjarins.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í helid sinni.
Tengdar fréttir Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00