Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 19:30 Nauðsynlegt er að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni og hjá einkafyrirtækjum að mati nefndar forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Eðli málsins samkvæmt verður aldrei hægt að veita uppljóstrurum fulla vernd og þeir munu alltaf brenna einhverjar brýr að baki sér með uppljóstrunum sínum. Jón Ólafsson formaður nefndar á vegum forsætisráðherra tekur undir með Evrópuráðinu og OECD sem hafa hvatt til þess að aðildarríki setji heildarlöggjöf í þessum efnum en ákvæði um verdun uppljóstrara má finna hér og þar í íslenskum lögum.Hvers vegna dugar það ekki? „Þetta eru í rauninni lög sem vísa til takmarkaðra hópa. Eitthvað af því er jafnvel fallið úr gildi sem varðaði sérstakan saksóknara á sínum tíma og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur til dæmis með refsileysi að gera ef menn segja frá einhverju sem þeir eru blandaðir í og annað slíkt,“ segir Jón. Hann telji almenna samstöðu um að setja þurfi heildarlög sem nái til opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði þótt þingmannafrumvörp um þessi mál hafi í fjórgang ekki náð fram að ganga á árunum 2012 til 16. „Þannig að það sé bara viðurkennt í samfélaginu og af stjórnvöldum að þegar fólk gefur upplýsingar eða stígur þetta erfiða skref, oft út úr sínum nánasta hópi, að segja frá einhverju sem er annað hvort lögbrot eða eitthvað sem er siðferðislega stórlega ámælisvert, þá njóti það verndar. Það sé alveg sama á hvaða sviði það er,“ segir Jón. Norðmenn hafa nýlega sett heildarlöggjöf sem þessa og heildarlög um vernd uppljóstrara tóku gildi í Svíþjóð í janúar í fyrra. Starfshópur á vegum stjórnvalda er að skoða þessi mál og reiknar Jón með að uppúr því starfi verði til stjórnarfrumvarp. Ekki sé ástæða til að ætla að lög sem þessi hvetji til uppljóstrana eins og sumir óttist. „Það er dálítill misskilningur. Vegna þess að afleiðingarnar af því að gera þetta eru alltaf mjög erfiðar fyrir fólk. Það er í rauninni aðeins verið að sneiða af því skulum við segja það sem lög geta verndað fólk fyrir.“Að vera rekinn úr starfi og svo framvegis? „Til dæmis já,“ segir Jón Ólafsson. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Nauðsynlegt er að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni og hjá einkafyrirtækjum að mati nefndar forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Eðli málsins samkvæmt verður aldrei hægt að veita uppljóstrurum fulla vernd og þeir munu alltaf brenna einhverjar brýr að baki sér með uppljóstrunum sínum. Jón Ólafsson formaður nefndar á vegum forsætisráðherra tekur undir með Evrópuráðinu og OECD sem hafa hvatt til þess að aðildarríki setji heildarlöggjöf í þessum efnum en ákvæði um verdun uppljóstrara má finna hér og þar í íslenskum lögum.Hvers vegna dugar það ekki? „Þetta eru í rauninni lög sem vísa til takmarkaðra hópa. Eitthvað af því er jafnvel fallið úr gildi sem varðaði sérstakan saksóknara á sínum tíma og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur til dæmis með refsileysi að gera ef menn segja frá einhverju sem þeir eru blandaðir í og annað slíkt,“ segir Jón. Hann telji almenna samstöðu um að setja þurfi heildarlög sem nái til opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði þótt þingmannafrumvörp um þessi mál hafi í fjórgang ekki náð fram að ganga á árunum 2012 til 16. „Þannig að það sé bara viðurkennt í samfélaginu og af stjórnvöldum að þegar fólk gefur upplýsingar eða stígur þetta erfiða skref, oft út úr sínum nánasta hópi, að segja frá einhverju sem er annað hvort lögbrot eða eitthvað sem er siðferðislega stórlega ámælisvert, þá njóti það verndar. Það sé alveg sama á hvaða sviði það er,“ segir Jón. Norðmenn hafa nýlega sett heildarlöggjöf sem þessa og heildarlög um vernd uppljóstrara tóku gildi í Svíþjóð í janúar í fyrra. Starfshópur á vegum stjórnvalda er að skoða þessi mál og reiknar Jón með að uppúr því starfi verði til stjórnarfrumvarp. Ekki sé ástæða til að ætla að lög sem þessi hvetji til uppljóstrana eins og sumir óttist. „Það er dálítill misskilningur. Vegna þess að afleiðingarnar af því að gera þetta eru alltaf mjög erfiðar fyrir fólk. Það er í rauninni aðeins verið að sneiða af því skulum við segja það sem lög geta verndað fólk fyrir.“Að vera rekinn úr starfi og svo framvegis? „Til dæmis já,“ segir Jón Ólafsson.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira