Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 19:30 Nauðsynlegt er að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni og hjá einkafyrirtækjum að mati nefndar forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Eðli málsins samkvæmt verður aldrei hægt að veita uppljóstrurum fulla vernd og þeir munu alltaf brenna einhverjar brýr að baki sér með uppljóstrunum sínum. Jón Ólafsson formaður nefndar á vegum forsætisráðherra tekur undir með Evrópuráðinu og OECD sem hafa hvatt til þess að aðildarríki setji heildarlöggjöf í þessum efnum en ákvæði um verdun uppljóstrara má finna hér og þar í íslenskum lögum.Hvers vegna dugar það ekki? „Þetta eru í rauninni lög sem vísa til takmarkaðra hópa. Eitthvað af því er jafnvel fallið úr gildi sem varðaði sérstakan saksóknara á sínum tíma og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur til dæmis með refsileysi að gera ef menn segja frá einhverju sem þeir eru blandaðir í og annað slíkt,“ segir Jón. Hann telji almenna samstöðu um að setja þurfi heildarlög sem nái til opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði þótt þingmannafrumvörp um þessi mál hafi í fjórgang ekki náð fram að ganga á árunum 2012 til 16. „Þannig að það sé bara viðurkennt í samfélaginu og af stjórnvöldum að þegar fólk gefur upplýsingar eða stígur þetta erfiða skref, oft út úr sínum nánasta hópi, að segja frá einhverju sem er annað hvort lögbrot eða eitthvað sem er siðferðislega stórlega ámælisvert, þá njóti það verndar. Það sé alveg sama á hvaða sviði það er,“ segir Jón. Norðmenn hafa nýlega sett heildarlöggjöf sem þessa og heildarlög um vernd uppljóstrara tóku gildi í Svíþjóð í janúar í fyrra. Starfshópur á vegum stjórnvalda er að skoða þessi mál og reiknar Jón með að uppúr því starfi verði til stjórnarfrumvarp. Ekki sé ástæða til að ætla að lög sem þessi hvetji til uppljóstrana eins og sumir óttist. „Það er dálítill misskilningur. Vegna þess að afleiðingarnar af því að gera þetta eru alltaf mjög erfiðar fyrir fólk. Það er í rauninni aðeins verið að sneiða af því skulum við segja það sem lög geta verndað fólk fyrir.“Að vera rekinn úr starfi og svo framvegis? „Til dæmis já,“ segir Jón Ólafsson. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Nauðsynlegt er að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni og hjá einkafyrirtækjum að mati nefndar forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Eðli málsins samkvæmt verður aldrei hægt að veita uppljóstrurum fulla vernd og þeir munu alltaf brenna einhverjar brýr að baki sér með uppljóstrunum sínum. Jón Ólafsson formaður nefndar á vegum forsætisráðherra tekur undir með Evrópuráðinu og OECD sem hafa hvatt til þess að aðildarríki setji heildarlöggjöf í þessum efnum en ákvæði um verdun uppljóstrara má finna hér og þar í íslenskum lögum.Hvers vegna dugar það ekki? „Þetta eru í rauninni lög sem vísa til takmarkaðra hópa. Eitthvað af því er jafnvel fallið úr gildi sem varðaði sérstakan saksóknara á sínum tíma og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur til dæmis með refsileysi að gera ef menn segja frá einhverju sem þeir eru blandaðir í og annað slíkt,“ segir Jón. Hann telji almenna samstöðu um að setja þurfi heildarlög sem nái til opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði þótt þingmannafrumvörp um þessi mál hafi í fjórgang ekki náð fram að ganga á árunum 2012 til 16. „Þannig að það sé bara viðurkennt í samfélaginu og af stjórnvöldum að þegar fólk gefur upplýsingar eða stígur þetta erfiða skref, oft út úr sínum nánasta hópi, að segja frá einhverju sem er annað hvort lögbrot eða eitthvað sem er siðferðislega stórlega ámælisvert, þá njóti það verndar. Það sé alveg sama á hvaða sviði það er,“ segir Jón. Norðmenn hafa nýlega sett heildarlöggjöf sem þessa og heildarlög um vernd uppljóstrara tóku gildi í Svíþjóð í janúar í fyrra. Starfshópur á vegum stjórnvalda er að skoða þessi mál og reiknar Jón með að uppúr því starfi verði til stjórnarfrumvarp. Ekki sé ástæða til að ætla að lög sem þessi hvetji til uppljóstrana eins og sumir óttist. „Það er dálítill misskilningur. Vegna þess að afleiðingarnar af því að gera þetta eru alltaf mjög erfiðar fyrir fólk. Það er í rauninni aðeins verið að sneiða af því skulum við segja það sem lög geta verndað fólk fyrir.“Að vera rekinn úr starfi og svo framvegis? „Til dæmis já,“ segir Jón Ólafsson.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira