Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 19:30 Nauðsynlegt er að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni og hjá einkafyrirtækjum að mati nefndar forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Eðli málsins samkvæmt verður aldrei hægt að veita uppljóstrurum fulla vernd og þeir munu alltaf brenna einhverjar brýr að baki sér með uppljóstrunum sínum. Jón Ólafsson formaður nefndar á vegum forsætisráðherra tekur undir með Evrópuráðinu og OECD sem hafa hvatt til þess að aðildarríki setji heildarlöggjöf í þessum efnum en ákvæði um verdun uppljóstrara má finna hér og þar í íslenskum lögum.Hvers vegna dugar það ekki? „Þetta eru í rauninni lög sem vísa til takmarkaðra hópa. Eitthvað af því er jafnvel fallið úr gildi sem varðaði sérstakan saksóknara á sínum tíma og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur til dæmis með refsileysi að gera ef menn segja frá einhverju sem þeir eru blandaðir í og annað slíkt,“ segir Jón. Hann telji almenna samstöðu um að setja þurfi heildarlög sem nái til opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði þótt þingmannafrumvörp um þessi mál hafi í fjórgang ekki náð fram að ganga á árunum 2012 til 16. „Þannig að það sé bara viðurkennt í samfélaginu og af stjórnvöldum að þegar fólk gefur upplýsingar eða stígur þetta erfiða skref, oft út úr sínum nánasta hópi, að segja frá einhverju sem er annað hvort lögbrot eða eitthvað sem er siðferðislega stórlega ámælisvert, þá njóti það verndar. Það sé alveg sama á hvaða sviði það er,“ segir Jón. Norðmenn hafa nýlega sett heildarlöggjöf sem þessa og heildarlög um vernd uppljóstrara tóku gildi í Svíþjóð í janúar í fyrra. Starfshópur á vegum stjórnvalda er að skoða þessi mál og reiknar Jón með að uppúr því starfi verði til stjórnarfrumvarp. Ekki sé ástæða til að ætla að lög sem þessi hvetji til uppljóstrana eins og sumir óttist. „Það er dálítill misskilningur. Vegna þess að afleiðingarnar af því að gera þetta eru alltaf mjög erfiðar fyrir fólk. Það er í rauninni aðeins verið að sneiða af því skulum við segja það sem lög geta verndað fólk fyrir.“Að vera rekinn úr starfi og svo framvegis? „Til dæmis já,“ segir Jón Ólafsson. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Nauðsynlegt er að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni og hjá einkafyrirtækjum að mati nefndar forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Eðli málsins samkvæmt verður aldrei hægt að veita uppljóstrurum fulla vernd og þeir munu alltaf brenna einhverjar brýr að baki sér með uppljóstrunum sínum. Jón Ólafsson formaður nefndar á vegum forsætisráðherra tekur undir með Evrópuráðinu og OECD sem hafa hvatt til þess að aðildarríki setji heildarlöggjöf í þessum efnum en ákvæði um verdun uppljóstrara má finna hér og þar í íslenskum lögum.Hvers vegna dugar það ekki? „Þetta eru í rauninni lög sem vísa til takmarkaðra hópa. Eitthvað af því er jafnvel fallið úr gildi sem varðaði sérstakan saksóknara á sínum tíma og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur til dæmis með refsileysi að gera ef menn segja frá einhverju sem þeir eru blandaðir í og annað slíkt,“ segir Jón. Hann telji almenna samstöðu um að setja þurfi heildarlög sem nái til opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði þótt þingmannafrumvörp um þessi mál hafi í fjórgang ekki náð fram að ganga á árunum 2012 til 16. „Þannig að það sé bara viðurkennt í samfélaginu og af stjórnvöldum að þegar fólk gefur upplýsingar eða stígur þetta erfiða skref, oft út úr sínum nánasta hópi, að segja frá einhverju sem er annað hvort lögbrot eða eitthvað sem er siðferðislega stórlega ámælisvert, þá njóti það verndar. Það sé alveg sama á hvaða sviði það er,“ segir Jón. Norðmenn hafa nýlega sett heildarlöggjöf sem þessa og heildarlög um vernd uppljóstrara tóku gildi í Svíþjóð í janúar í fyrra. Starfshópur á vegum stjórnvalda er að skoða þessi mál og reiknar Jón með að uppúr því starfi verði til stjórnarfrumvarp. Ekki sé ástæða til að ætla að lög sem þessi hvetji til uppljóstrana eins og sumir óttist. „Það er dálítill misskilningur. Vegna þess að afleiðingarnar af því að gera þetta eru alltaf mjög erfiðar fyrir fólk. Það er í rauninni aðeins verið að sneiða af því skulum við segja það sem lög geta verndað fólk fyrir.“Að vera rekinn úr starfi og svo framvegis? „Til dæmis já,“ segir Jón Ólafsson.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira