Stórsigur í fyrsta keppnisleik Giggs Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. september 2018 20:58 Lærisveinar Ryan Giggs áttu mjög góðan leik í kvöld Vísir/Getty Ryan Giggs byrjar vel með lið Wales í Þjóðadeildinni, hans menn unnu 4-1 sigur á Írum í kvöld. Lars Lagerbäck náði einnig í sigur í fyrsta leik. Wales mætti Írum í grannaslag í fyrsta leik liðanna í nýrri Þjóðadeild UEFA. Þetta var einnig fyrsti keppnisleikur Giggs með velska landsliðið. Tom Lawrence kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins eftir sendingu frá Joe Allen. Stærsta stjarna velska liðsins, Gareth Bale, bætti svo við öðru marki Wales á 18. mínútu og heimamenn með öll völd á vellinum. Aaron Ramsey átti þriðja mark Wales áður en flautað var til hálfleiks. Fjórða markið var svo af dýrari gerðinni, Connor Roberts skoraði af yfir 20 metra færi eftir sendingu frá Bale. Shaun Williams gerði sárabótamark fyrir Íra á 66. mínútu en það dugði ekki til, lokatölur 4-1. Í Osló tóku heimamenn í norska landsliðinu á móti Kýpur. Stefan Johansen, miðjumaður Fulham, gerði bæði mörk Norðmanna í fyrri hálfleik í 2-0 sigrinum. Lars Lagerbäck og hans menn voru með mikla yfirburði í leiknum, gestirnir frá Kýpur áttu aðeins þrjú skot í átt að marki. Norðmenn mæta Búlgörum í næsta leik á sunnudaginn.Úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni:A-deild:Þýskaland-Frakkland 0-0B-deild:Tékkland-Úkraína 1-2 Wales-Írland 4-1C-deild:Slóvenía-Búlgaría 1-2 Noregur-Kýpur 2-0D-deild:Kasakstan-Georgía 0-2 Armenía-Liechtenstein 2-1 Lettland-Andorra 0-0 Gíbraltar-Makedónía 0-2 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira
Ryan Giggs byrjar vel með lið Wales í Þjóðadeildinni, hans menn unnu 4-1 sigur á Írum í kvöld. Lars Lagerbäck náði einnig í sigur í fyrsta leik. Wales mætti Írum í grannaslag í fyrsta leik liðanna í nýrri Þjóðadeild UEFA. Þetta var einnig fyrsti keppnisleikur Giggs með velska landsliðið. Tom Lawrence kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins eftir sendingu frá Joe Allen. Stærsta stjarna velska liðsins, Gareth Bale, bætti svo við öðru marki Wales á 18. mínútu og heimamenn með öll völd á vellinum. Aaron Ramsey átti þriðja mark Wales áður en flautað var til hálfleiks. Fjórða markið var svo af dýrari gerðinni, Connor Roberts skoraði af yfir 20 metra færi eftir sendingu frá Bale. Shaun Williams gerði sárabótamark fyrir Íra á 66. mínútu en það dugði ekki til, lokatölur 4-1. Í Osló tóku heimamenn í norska landsliðinu á móti Kýpur. Stefan Johansen, miðjumaður Fulham, gerði bæði mörk Norðmanna í fyrri hálfleik í 2-0 sigrinum. Lars Lagerbäck og hans menn voru með mikla yfirburði í leiknum, gestirnir frá Kýpur áttu aðeins þrjú skot í átt að marki. Norðmenn mæta Búlgörum í næsta leik á sunnudaginn.Úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni:A-deild:Þýskaland-Frakkland 0-0B-deild:Tékkland-Úkraína 1-2 Wales-Írland 4-1C-deild:Slóvenía-Búlgaría 1-2 Noregur-Kýpur 2-0D-deild:Kasakstan-Georgía 0-2 Armenía-Liechtenstein 2-1 Lettland-Andorra 0-0 Gíbraltar-Makedónía 0-2
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira