Sálin hans Jóns míns hættir: Þreyttir á samstarfinu og hættir að hafa gaman Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2018 10:44 Guðmundur Jónsson gítarleikari og Stefán Hilmarsson söngvari saman á sviði. Vísir/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur ákveðið að leggja upp laupana eftir kveðjutónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í október næstkomandi. Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, segir í samtali við Vísi meðlimir hljómsveitarinnar séu orðnir þreyttir á samstarfinu og þeir löngu hættir að hafa gaman að þessu. „Sálin hefur ekki verið neitt voðalega dugleg undanfarin ár, þannig lagað, við höfum spilað af og til en bæði erum við orðnir þreyttir á samstarfinu og svo aðallega er þetta hætt að vera skemmtilegt hjá okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir utanaðkomandi aðstæður einnig eiga sinn þátt í þessari ákvörðun og nefnir þar breytingar á tónlistarlandslaginu. Plötuútgáfa er nánast horfin í þeirri mynd sem þeir áttu að venjast á sínum gullaldarárum og tónleikahald minnkað. „Svo erum við líka komnir í sitthvora áttina,“ segir Guðmundur.Sálin hans Jóns míns á sviði í Hörpu ásamt meðleikurum.Vísir/Guðmundur LúðvíkssonÞað besta af ferlinu Í staðinn fyrir að læðast með veggjum með þessa ákvörðun var þess í stað blásið til lokatónleika í Hörpu þar sem planið er að bjóða upp á allt það besta af löngum og viðburðaríkum ferli hljómsveitarinnar. Til að mynda sérvalin lög af órafmögnuðum tónleikum Sálarinnar frá 12. ágúst árið 1999 og úrval laga í gospelútsetningum. Óvæntir gestir munu setja mark sitt á kvöldið en til fulltingis hljómsveitinni verða blásarar, gospelkór og fjölskipuð strengjasveit undir dyggri stjórn Atla Örvarssonar, sem lék með Sálinni um skeið.Ætla ekki að spila meir Spurður um framhaldið eftir þessa tónleika, hvað taki í raun við, segir Guðmundur erfitt að lofa nokkra. „Því er oft haldið fram að hljómsveitir hætti aldrei en maður verður bara að vera í núinu og þetta er bara komið gott í bili. Við ætlum ekkert að spila meir,“ segir Guðmundur.Forsenda samstarfs horfin Hann tekur fram að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin í illindum eða í flýti. „Við höfum rætt þetta undanfarin misseri að það sem hefur keyrt okkur áfram í gegnum tíðina er að búa til músík saman og gefa hana út, ekki beint að lifa á þessu. Sá vinkill er eiginlega svolítið horfinn og þá er þetta spurningin, til hvers er gaflinn genginn?“Ekki sakaðir um vinnusvik Hann bendir á að það sé ekki eins og Sálin hafi ekki staðið vaktina undanfarin 30 ár. „Gáfum út þrettán til fjórtán plötur og spiluðum á hundruðum tónleika um allt land. Það er varla hægt að saka okkur um vinnusvik.“Hér fyrir neðan má sjá innslag úr þættinum Ísland í dag þar sem farið er yfir þrjátíu ára feril sveitarinnar. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur ákveðið að leggja upp laupana eftir kveðjutónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í október næstkomandi. Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, segir í samtali við Vísi meðlimir hljómsveitarinnar séu orðnir þreyttir á samstarfinu og þeir löngu hættir að hafa gaman að þessu. „Sálin hefur ekki verið neitt voðalega dugleg undanfarin ár, þannig lagað, við höfum spilað af og til en bæði erum við orðnir þreyttir á samstarfinu og svo aðallega er þetta hætt að vera skemmtilegt hjá okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir utanaðkomandi aðstæður einnig eiga sinn þátt í þessari ákvörðun og nefnir þar breytingar á tónlistarlandslaginu. Plötuútgáfa er nánast horfin í þeirri mynd sem þeir áttu að venjast á sínum gullaldarárum og tónleikahald minnkað. „Svo erum við líka komnir í sitthvora áttina,“ segir Guðmundur.Sálin hans Jóns míns á sviði í Hörpu ásamt meðleikurum.Vísir/Guðmundur LúðvíkssonÞað besta af ferlinu Í staðinn fyrir að læðast með veggjum með þessa ákvörðun var þess í stað blásið til lokatónleika í Hörpu þar sem planið er að bjóða upp á allt það besta af löngum og viðburðaríkum ferli hljómsveitarinnar. Til að mynda sérvalin lög af órafmögnuðum tónleikum Sálarinnar frá 12. ágúst árið 1999 og úrval laga í gospelútsetningum. Óvæntir gestir munu setja mark sitt á kvöldið en til fulltingis hljómsveitinni verða blásarar, gospelkór og fjölskipuð strengjasveit undir dyggri stjórn Atla Örvarssonar, sem lék með Sálinni um skeið.Ætla ekki að spila meir Spurður um framhaldið eftir þessa tónleika, hvað taki í raun við, segir Guðmundur erfitt að lofa nokkra. „Því er oft haldið fram að hljómsveitir hætti aldrei en maður verður bara að vera í núinu og þetta er bara komið gott í bili. Við ætlum ekkert að spila meir,“ segir Guðmundur.Forsenda samstarfs horfin Hann tekur fram að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin í illindum eða í flýti. „Við höfum rætt þetta undanfarin misseri að það sem hefur keyrt okkur áfram í gegnum tíðina er að búa til músík saman og gefa hana út, ekki beint að lifa á þessu. Sá vinkill er eiginlega svolítið horfinn og þá er þetta spurningin, til hvers er gaflinn genginn?“Ekki sakaðir um vinnusvik Hann bendir á að það sé ekki eins og Sálin hafi ekki staðið vaktina undanfarin 30 ár. „Gáfum út þrettán til fjórtán plötur og spiluðum á hundruðum tónleika um allt land. Það er varla hægt að saka okkur um vinnusvik.“Hér fyrir neðan má sjá innslag úr þættinum Ísland í dag þar sem farið er yfir þrjátíu ára feril sveitarinnar.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira