Weezer hlær alla leið í bankann með ábreiðu af Africa sem aðdáendur kröfðust Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2018 16:37 Meðlimir hljómsveitarinnar Weezer. Vísir/Getty Sagan af bandarísku rokksveitinni Weezer og slagaranum Africa, sem bandaríska sveitin Toto gerði allt vitlaust með á níunda áratug síðustu aldar, er ekki rosalega merkileg en engu að síður smá forvitnileg. Ástæðan fyrir því að Weezer, sem er hvað þekktust fyrir poppskotið pönkrokk, ákvað að gera sína útgáfu af þessu lagi er sú að fjórtán ára gamall aðdáandi sveitarinnar, stúlka að nafninu Mary, hóf mikla herferð á Twitter í desember síðastliðnum þar sem hún krafðist þess að sveitin myndi gera það fyrir sig.Stofnaði hún sérstakan reikning á Twitter með notandanafninu „weezer cover africa by toto“.@Weezer cover africa by toto please— weezer cover africa by toto (@weezerafrica) December 5, 2017 Hún fékk marga með sér í lið en svo fór að hún var bænheyrð af meðlimum Weezer. Þeir sendu þó ekki frá sér ábreiðu af Africa með Toto, heldur laginu Rosanna með Toto 24. maí síðastliðinn.Morguninn eftir var síðan ábreiða þeirra af Africa mætt á netið og allir þeir sem komu að þessari herferð mjög glaðir.Weezer kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem sveitin flutti lagið Africa ásamt hljómborðsleikara Toto, Steve Porcaro. Það sem vakti athygli var að söngvari Weezer, Rivers Cuomo, virðist ekki hafa lært texta lagsins utanbókar fyrir þáttinn. Hann reyndi heldur ekkert að fela það og söng textann beint af fartölvuskjá sem hann var með fyrir framan sig.Mörgum gæti þótt þetta uppátæki allt saman fáránlegt, jafnvel tilgangslaust, og eru aðrir sem segja þessa útgáfu bæta engu við „orginalinn“ frá Toto. Hljómsveitin Weezer hlær hins vegar alla leið í bankann því þessi útgáfa þeirra af Africa er vinsælasta smáskífa sem sveitin hefur sent frá sér í nærri áratug. Þetta er ekki beint vinsælasta lag ársins, númer 89 á Billboard 100, en þeir sætta sig væntanlega við það og hafa sannarlega náð að skjóta sér inn í umræðuna aftur með þessu uppátæki. Weezer var stofnuð í Los Angeles árið 1992 en fyrsta platan þeirra, sem er jafnan kölluð Bláa platan, hefur selst í 4,3 milljónum eintaka í Bandaríkjunum einum. Á plötunni má finna nokkra af stærstu smellum sveitarinnar, þar á meðal Buddy Holly og Say It Ain´t So.Þeir sem vilja sökkva sér frekar í sögu í Weezer geta hlustað á félagana Berg Ebba Benediktsson og Snorra Helgason ræða sveitina og þann jarðveg sem hún kom úr hér í hlaðvarpsþættinum Fílalag. Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Sagan af bandarísku rokksveitinni Weezer og slagaranum Africa, sem bandaríska sveitin Toto gerði allt vitlaust með á níunda áratug síðustu aldar, er ekki rosalega merkileg en engu að síður smá forvitnileg. Ástæðan fyrir því að Weezer, sem er hvað þekktust fyrir poppskotið pönkrokk, ákvað að gera sína útgáfu af þessu lagi er sú að fjórtán ára gamall aðdáandi sveitarinnar, stúlka að nafninu Mary, hóf mikla herferð á Twitter í desember síðastliðnum þar sem hún krafðist þess að sveitin myndi gera það fyrir sig.Stofnaði hún sérstakan reikning á Twitter með notandanafninu „weezer cover africa by toto“.@Weezer cover africa by toto please— weezer cover africa by toto (@weezerafrica) December 5, 2017 Hún fékk marga með sér í lið en svo fór að hún var bænheyrð af meðlimum Weezer. Þeir sendu þó ekki frá sér ábreiðu af Africa með Toto, heldur laginu Rosanna með Toto 24. maí síðastliðinn.Morguninn eftir var síðan ábreiða þeirra af Africa mætt á netið og allir þeir sem komu að þessari herferð mjög glaðir.Weezer kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem sveitin flutti lagið Africa ásamt hljómborðsleikara Toto, Steve Porcaro. Það sem vakti athygli var að söngvari Weezer, Rivers Cuomo, virðist ekki hafa lært texta lagsins utanbókar fyrir þáttinn. Hann reyndi heldur ekkert að fela það og söng textann beint af fartölvuskjá sem hann var með fyrir framan sig.Mörgum gæti þótt þetta uppátæki allt saman fáránlegt, jafnvel tilgangslaust, og eru aðrir sem segja þessa útgáfu bæta engu við „orginalinn“ frá Toto. Hljómsveitin Weezer hlær hins vegar alla leið í bankann því þessi útgáfa þeirra af Africa er vinsælasta smáskífa sem sveitin hefur sent frá sér í nærri áratug. Þetta er ekki beint vinsælasta lag ársins, númer 89 á Billboard 100, en þeir sætta sig væntanlega við það og hafa sannarlega náð að skjóta sér inn í umræðuna aftur með þessu uppátæki. Weezer var stofnuð í Los Angeles árið 1992 en fyrsta platan þeirra, sem er jafnan kölluð Bláa platan, hefur selst í 4,3 milljónum eintaka í Bandaríkjunum einum. Á plötunni má finna nokkra af stærstu smellum sveitarinnar, þar á meðal Buddy Holly og Say It Ain´t So.Þeir sem vilja sökkva sér frekar í sögu í Weezer geta hlustað á félagana Berg Ebba Benediktsson og Snorra Helgason ræða sveitina og þann jarðveg sem hún kom úr hér í hlaðvarpsþættinum Fílalag.
Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira