Reynslulítill Nýsjálendingur dæmir leik Íslands og Nígeríu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2018 11:02 Matthew Conger. Vísir/Getty 39 ára gamall kennari frá Nýja-Sjálandi fær það verkefni að dæma leik Íslands og Nígeríu á föstudaginn en þetta er annar leikur íslenska landsliðsins á HM í fótbolta í Rússlandi. Matthew Conger starfar sem kennari í heimalandi sínu og er þarna að fara að dæma sinn fyrsta leik á HM. Conger er fæddur í Texas í Bandaríkjunum en hann dæmir fyrir Nýja-Sjáland. Hann hefur verið með FIFA réttindi frá 2013 eða „aðeins“ í fimm ár. Hann var kosinn dómari ársins í Nýja-Sjálandi í fyrra.Referee designations FWC 2018 Match 25: #NIG#ISL (22 June): Referee: Matthew CONGER (NZL) ASR 1: Simon LOUNT (NZL) ASR 2: Tevita MAKASINI (TGA) 4th Off. Ricardo MONTERO (CRC) Res.Ass Hiroshi YAMAUCHI (JPN)@FIFAWorldCuppic.twitter.com/Yy177gKten — FIFA Media (@fifamedia) June 20, 2018 Annar aðstoðarmaður Conger er líka frá Nýja Sjálandi en hinn kemur frá konungsríkinu Tonga í Suður-Kyrrahafi. Conger var síðast að dæma keppnisleiki í HM í undankeppni Eyjaálfu hjá þjóðum eins og Papúa Nýja-Gíneu, Tahítí og Salómonseyjum. Conger hefur reynslu af stórmóti en hann dæmdi tvo leiki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og þar á meðal einn leik hjá landsliði Nígeríu. Nígeríumenn unnu 1-0 sigur á Svíum í þessum leik sem Matthew Conger dæmdi og kom sigurmarkið sex mínútum fyrir hálfleik. Conger hefur síðan dæmt á tveimur HM undir 20 ára, bæði árið 2015 og 2017. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
39 ára gamall kennari frá Nýja-Sjálandi fær það verkefni að dæma leik Íslands og Nígeríu á föstudaginn en þetta er annar leikur íslenska landsliðsins á HM í fótbolta í Rússlandi. Matthew Conger starfar sem kennari í heimalandi sínu og er þarna að fara að dæma sinn fyrsta leik á HM. Conger er fæddur í Texas í Bandaríkjunum en hann dæmir fyrir Nýja-Sjáland. Hann hefur verið með FIFA réttindi frá 2013 eða „aðeins“ í fimm ár. Hann var kosinn dómari ársins í Nýja-Sjálandi í fyrra.Referee designations FWC 2018 Match 25: #NIG#ISL (22 June): Referee: Matthew CONGER (NZL) ASR 1: Simon LOUNT (NZL) ASR 2: Tevita MAKASINI (TGA) 4th Off. Ricardo MONTERO (CRC) Res.Ass Hiroshi YAMAUCHI (JPN)@FIFAWorldCuppic.twitter.com/Yy177gKten — FIFA Media (@fifamedia) June 20, 2018 Annar aðstoðarmaður Conger er líka frá Nýja Sjálandi en hinn kemur frá konungsríkinu Tonga í Suður-Kyrrahafi. Conger var síðast að dæma keppnisleiki í HM í undankeppni Eyjaálfu hjá þjóðum eins og Papúa Nýja-Gíneu, Tahítí og Salómonseyjum. Conger hefur reynslu af stórmóti en hann dæmdi tvo leiki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og þar á meðal einn leik hjá landsliði Nígeríu. Nígeríumenn unnu 1-0 sigur á Svíum í þessum leik sem Matthew Conger dæmdi og kom sigurmarkið sex mínútum fyrir hálfleik. Conger hefur síðan dæmt á tveimur HM undir 20 ára, bæði árið 2015 og 2017.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira