Hússjóður ÖBÍ lokar fyrir nýjar umsóknir í annað sinn á hálfri öld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2018 19:00 Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira