Davíð Þór: Ekki alveg eins gott lið og búist var við Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 16:15 Davíð Þór Viðarsson er fyrirliði FH S2 Sport FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Sjá meira
FH vann sterkan sigur á útivelli gegn finnska liðinu Lahti í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Davíð Þór Viðarsson segir mikilvægt að FH mæti almennilega til leiks annað kvöld. Fyrirliðinn var sáttur með frammistöðu liðsins ytra. „Við erum í mjög vænlegri stöðu fyrir þennan seinni leik og erum mjög sáttir með hvernig við spiluðum úti og ætlum okkur að klára dæmið hérna heima,“ sagði Davíð á æfingu FH í gær sem var opin fyrir fjölmiðla. FH vann 3-0 sigur úti í Finnlandi á móti andstæðingi sem var kannski ekki eins sterkur og búist var við fyrir fram. „Við áttum mjög góðan leik og ég held þetta sé alveg ágætis lið þó þeir hafi kannski ekki náð að sýna það í þessum leik. Við slógum þá svolítið út af laginu með marki strax í byrjun og öðru marki ekkert löngu eftir það þannig að þá var brekkan orðin frekar brött fyrir þá.“Atli Guðnason átti frábæran leik í Finnlandi og lagði upp tvö marka FHvísir/andri marinó„Þetta er ágætis lið en kannski ekki alveg jafn gott lið og ég bjóst við fyrir einvígið en 3-0 virkilega góður sigur hjá okkur og við þurfum alveg að hafa fyrir hlutunum á fimmtudaginn [morgun].“ „Við þurfum náttúrulega að klára þennan leik. Þetta eru 90 mínútur og við höfum alveg lent í því áður, sérstaklega hérna á heimavelli, að mæta ekki til leiks síðastliðin eitt, tvö ár og lenda í miklum vandræðum. Í deildinni, það er að segja. Þannig að við verðum að mæta klárir og klára þetta almennilega. Það skiptir miklu máli fyrir félagið, hver sigur gefur þér fleiri stig í þessari evrópsku styrkleikaröðun.“ Íslenskir fótboltamenn tala oft um að Evrópuleikirnir séu þeir skemmtilegustu á hverju sumri og þeir geta halað inn miklum tekjum fyrir félögin. Hversu mikla áherslu leggja FH-ingar á Evrópukeppnina? „Akkúrat núna, þar sem við fengum hvíld um helgina, þá erum við bara að einbeita okkur að þessum Evrópuleikjum en við erum líka meðvitaðir um það að staða okkar í deildinni hún leyfir okkur ekkert að slaka á. Við verðum að setja allt púður í það frá og með föstudeginum þar sem við eigum erfiðan leik á móti Breiðabliki á sunnudaginn.“ „Við þurfum bara að skipta á milli, næsti leikur skiptir alltaf mestu máli,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Leikur FH og Lahti er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Sjá meira